Victoria Azarenka frá Hvíta Rússlandi hefur hrósað sigri í Melbourne tvö undanfarin ár. Í morgun tapaði hún fyrir Agnieszka Radwanska frá Póllandi. Sú pólska tapaði fyrsta settinu en vann tvö næstu og mætir Dominku Chibuulkovu frá Slóvakíu í undanúrslitum.
Rafael Nadal er í 1. sæti á styrkleikalistanum í tennis. Hann lenti í vandræðum í morgun gegn Búlgaranum, Grigor Dimitrov sem er í 22. sæti. Búlgarinn vann fyrsta settið en tapaði næstu tveimur 7-6 áður en Nadal vann fjórða settið 6-2.
Nadal mætir Roger Federer, sem fjórum sinnum hefur sigrað á þessu móti. Federer vann tvö fyrstu settin gegn Skotanum Roger Federer. Sá skoski vann þriðja settið en þá var mótspyrna hans búin og Federer tryggði sér sæti í undanúrslitum. Nadal hefur aðeins einu sinni hrósað sigri í Melbourne, árið 2009.

