Tók skyrið fram yfir Wall Street Haraldur Guðmundsson. skrifar 22. janúar 2014 08:38 Sala á vörum fyrirtækisins skilaði um tveimur milljörðum króna á síðasta ári. Sigurður Kjartan Hilmarsson, 37 ára Íslendingur sem hefur búið á Manhattan frá árinu 2002, er stofnandi og einn af eigendum bandaríska mjólkurframleiðandans The Icelandic Milk and Skyr Corporation. Vörur fyrirtækisins eru fáanlegar í um fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum og sala á þeim skilaði um sautján milljónum dala á síðasta ári, tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna. Vinsælasta vörutegundin, Siggi’s skyr, er byggð á íslenskri uppskrift og er fáanleg í ellefu bragðtegundum.Uppskriftin föxuð frá Íslandi „Þetta byrjaði sem áhugamál árið 2004 þegar ég fór að búa til skyr í íbúðinni minni í Tribeca-hverfinu á Manhattan. Ég hef gaman af matargerð en hafði þá aldrei unnið neitt af viti í matvælabransanum. Ég fékk mömmu til að faxa mér uppskrift að skyri sem hún fann í eintaki af blaði sem hét 19. júní og er frá árinu 1963,“ segir Sigurður. Á þeim tíma hafði hann búið í borginni í tvö ár og stundað MBA-nám við Columbia-háskóla. „Skyrgerðin gekk hálf brösuglega í upphafi en svo náði maður einhverjum tökum á þessu. Þá hafði ég útskrifast úr skólanum og var ekkert sérlega spenntur fyrir því sem ég var að gera,“ segir Sigurður, en hann starfaði við fyrirtækjaráðgjöf hjá Deloitte Consulting á Wall Street. „Það átti ekki vel við mig að vera hjá stórfyrirtæki og á sama tíma var þetta áhugamál orðið helvíti skemmtilegt.“ Þegar Sigurður náði góðum tökum á framleiðsluaðferðunum, og skyrið fór að bragðast eins og það átti að gera, leyfði hann bandarískri vinkonu sinni sem starfaði í þekktri ostabúð í borginni að smakka framleiðsluna. „Þegar hún hafði smakkað skyrið þá höfðu eigendur búðarinnar samband og vildu kaupa af mér. Á sama tíma sögðu nokkrir vinir og ættingjar að þeir myndu fjárfesta í hugmyndinni ef ég stofnaði fyrirtæki. Þar var um að ræða bæði Íslendinga sem voru og eru búsettir í New York og aðra, eins og til dæmis prófessor við Columbia sem hafði kennt mér. Ég var ungur og kannski vitlaus en ég bara kýldi á þetta og hætti í vinnunni nokkrum mánuðum seinna og stofnaði fyrirtækið.“Fyrirtæki Sigurðar framleiðir skyr í ellefu bragðtegundum.Fyrirtækið stækkaði hratt Sigurður stofnaði fyrirtækið árið 2006 og þá þurfti hann að finna hentugt mjólkurbú til að koma framleiðslunni á næsta stig. Eftir nokkra leit fann hann hentugt bú í uppsveitum New York þar sem hann gat leigt laust pláss. „Við byrjuðum á að búa skyrið til á gamla mátann og gátum þá bara framleitt hundrað til tvö hundruð dollur á viku. Sumarið 2006 byrjaði ég síðan að selja vöruna á útimarkaði og í þessum tveimur ostabúðum á Manhattan. Árið 2007 vorum við komin inn í fimmtán til tuttugu búðir á Manhattan og í Brooklyn. Þá hafði bandaríska matvælakeðjan Whole Foods samband og bað okkur um að framleiða fyrir verslanir keðjunnar á austurströnd Bandaríkjanna. Það er mjög stór viðskiptavinur og við vorum enn með hálfgerðan kotbúskap og þurftum því að stækka mjög hratt.“ Ýmis vandamál fylgdu þessum uppgangi. Mjólkurbúið var til dæmis ekki tilbúið fyrir þá framleiðsluaukningu sem fylgdi samningnum við Whole Foods og því neyddist Sigurður til að loka henni í þrjá mánuði vegna breytinga. Þá datt framleiðslan niður og fyrirtækið missti marga viðskiptavini. „Þetta er hark, eins og allur annar rekstur, en við opnuðum aftur og framleiðslan fór aftur af stað.“ Emmi Group keypti fjórðungshlut Fyrirtækið framleiðir í dag skyr og jógúrt fyrir 3.500 til 4.000 verslanir í Bandaríkjunum. Flestar verslanirnar einblína á lífrænar vörur og náttúruvörur og Whole Foods er enn stærsti viðskiptavinurinn. „Svo erum við í annarri stórri verslunarkeðju sem heitir Safeway, en þar erum við eingöngu í þeim verslunum sem selja lífrænar vörur og heilsuvörur.“ Í desember var tilkynnt að svissneski mjólkurframleiðandinn Emmi Group hefði eignast fjórðungshlut í fyrirtæki Sigurðar. Kaupverðið var ekki gefið upp en í fréttatilkynningu Emmi Group kom fram að sala á vörum Sigurðar ætti að öllum líkindum eftir að skila sautján milljónum Bandaríkjadala á árinu 2013. „Þessi kaup Emmi breyta ekki miklu því fyrirtækið á mjólkurbúið sem við framleiðum nú í og það tekur engan virkan þátt í daglegum rekstri.“ Spurður um upphæðina segir Sigurður að endanlegar sölutölur liggi ekki enn fyrir „Þetta er einhver tala sem er kannski stór á íslenskan mælikvarða en í stærstu kúnnunum okkar, og þar sem okkur gengur hvað best, erum við með innan við eitt prósent af veltunni í jógúrtsölu,“ segir Sigurður. Ekki á leiðinni heim Í dag starfa um fimmtán manns hjá Sigurði. Um áttatíu starfsmenn Emmi Group vinna síðan á mjólkurbúinu. „Framleiðslan er í gangi sex daga vikunnar. Við tökum inn mjólk frá bændum hér í New York og skiljum að mjólk og rjóma og búum til skyr úr undanrennunni og seljum svo rjómann því við notum ekki mikið af honum.“ Emmi Group er að sögn Sigurðar eini stóri fagfjárfestirinn sem á hlut í fyrirtækinu. Hin 75 prósentin eru enn í eigu Sigurðar og ættingja hans, vina og aðila sem þeim tengjast. „Það var einn tiltekinn sjóður sem fjárfesti í fyrirtækinu fyrir nokkrum árum en Emmi keypti hann út. Margir af hinum fjárfestunum hafa fylgt mér lengi og það þarf þolinmóð bein til að standa í þessu.“ Sigurður vonar að fyrirtækið haldi áfram að vaxa á þessu ári og hann nefnir í því sambandi hversu mikilvægt það sé að fyrirtækið haldi áfram að selja vörur sem innihalda lítinn sykur. „Það er minni sykur í okkar vörum en í öðru jógúrti hér úti. Þegar ég fór af stað þá var það mikið til út af því að það var svo rosalega mikill sykur í flestum mat, þar með talið jógúrti, en sá markaður hefur verið að vaxa alveg gífurlega síðustu tólf ár. Þessi ákvörðun okkar um lítið sykurmagn hefur hlotið góðan hljómgrunn og við eigum alveg ótrúlega dyggan hóp viðskiptavina.“ Sigurður segist kunna vel við sig í New York og hann er ekki á leiðinni heim. „Ég var á Íslandi um jólin og kem heim á sumrin til að fara í fjallgöngur og svoleiðis. En ég verð áfram hér í New York og á meðan reyni ég að borða eins mikið og ég get af þessu gamla íslenska fæði. Sem dæmi þá borðaði ég íslenskan þorsk í gærkvöldi sem ég keypti í Whole Foods. Ef ég fengi að ráða myndi ég borða fisk og kartöflur fimm sinnum í viku.“ Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Sigurður Kjartan Hilmarsson, 37 ára Íslendingur sem hefur búið á Manhattan frá árinu 2002, er stofnandi og einn af eigendum bandaríska mjólkurframleiðandans The Icelandic Milk and Skyr Corporation. Vörur fyrirtækisins eru fáanlegar í um fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum og sala á þeim skilaði um sautján milljónum dala á síðasta ári, tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna. Vinsælasta vörutegundin, Siggi’s skyr, er byggð á íslenskri uppskrift og er fáanleg í ellefu bragðtegundum.Uppskriftin föxuð frá Íslandi „Þetta byrjaði sem áhugamál árið 2004 þegar ég fór að búa til skyr í íbúðinni minni í Tribeca-hverfinu á Manhattan. Ég hef gaman af matargerð en hafði þá aldrei unnið neitt af viti í matvælabransanum. Ég fékk mömmu til að faxa mér uppskrift að skyri sem hún fann í eintaki af blaði sem hét 19. júní og er frá árinu 1963,“ segir Sigurður. Á þeim tíma hafði hann búið í borginni í tvö ár og stundað MBA-nám við Columbia-háskóla. „Skyrgerðin gekk hálf brösuglega í upphafi en svo náði maður einhverjum tökum á þessu. Þá hafði ég útskrifast úr skólanum og var ekkert sérlega spenntur fyrir því sem ég var að gera,“ segir Sigurður, en hann starfaði við fyrirtækjaráðgjöf hjá Deloitte Consulting á Wall Street. „Það átti ekki vel við mig að vera hjá stórfyrirtæki og á sama tíma var þetta áhugamál orðið helvíti skemmtilegt.“ Þegar Sigurður náði góðum tökum á framleiðsluaðferðunum, og skyrið fór að bragðast eins og það átti að gera, leyfði hann bandarískri vinkonu sinni sem starfaði í þekktri ostabúð í borginni að smakka framleiðsluna. „Þegar hún hafði smakkað skyrið þá höfðu eigendur búðarinnar samband og vildu kaupa af mér. Á sama tíma sögðu nokkrir vinir og ættingjar að þeir myndu fjárfesta í hugmyndinni ef ég stofnaði fyrirtæki. Þar var um að ræða bæði Íslendinga sem voru og eru búsettir í New York og aðra, eins og til dæmis prófessor við Columbia sem hafði kennt mér. Ég var ungur og kannski vitlaus en ég bara kýldi á þetta og hætti í vinnunni nokkrum mánuðum seinna og stofnaði fyrirtækið.“Fyrirtæki Sigurðar framleiðir skyr í ellefu bragðtegundum.Fyrirtækið stækkaði hratt Sigurður stofnaði fyrirtækið árið 2006 og þá þurfti hann að finna hentugt mjólkurbú til að koma framleiðslunni á næsta stig. Eftir nokkra leit fann hann hentugt bú í uppsveitum New York þar sem hann gat leigt laust pláss. „Við byrjuðum á að búa skyrið til á gamla mátann og gátum þá bara framleitt hundrað til tvö hundruð dollur á viku. Sumarið 2006 byrjaði ég síðan að selja vöruna á útimarkaði og í þessum tveimur ostabúðum á Manhattan. Árið 2007 vorum við komin inn í fimmtán til tuttugu búðir á Manhattan og í Brooklyn. Þá hafði bandaríska matvælakeðjan Whole Foods samband og bað okkur um að framleiða fyrir verslanir keðjunnar á austurströnd Bandaríkjanna. Það er mjög stór viðskiptavinur og við vorum enn með hálfgerðan kotbúskap og þurftum því að stækka mjög hratt.“ Ýmis vandamál fylgdu þessum uppgangi. Mjólkurbúið var til dæmis ekki tilbúið fyrir þá framleiðsluaukningu sem fylgdi samningnum við Whole Foods og því neyddist Sigurður til að loka henni í þrjá mánuði vegna breytinga. Þá datt framleiðslan niður og fyrirtækið missti marga viðskiptavini. „Þetta er hark, eins og allur annar rekstur, en við opnuðum aftur og framleiðslan fór aftur af stað.“ Emmi Group keypti fjórðungshlut Fyrirtækið framleiðir í dag skyr og jógúrt fyrir 3.500 til 4.000 verslanir í Bandaríkjunum. Flestar verslanirnar einblína á lífrænar vörur og náttúruvörur og Whole Foods er enn stærsti viðskiptavinurinn. „Svo erum við í annarri stórri verslunarkeðju sem heitir Safeway, en þar erum við eingöngu í þeim verslunum sem selja lífrænar vörur og heilsuvörur.“ Í desember var tilkynnt að svissneski mjólkurframleiðandinn Emmi Group hefði eignast fjórðungshlut í fyrirtæki Sigurðar. Kaupverðið var ekki gefið upp en í fréttatilkynningu Emmi Group kom fram að sala á vörum Sigurðar ætti að öllum líkindum eftir að skila sautján milljónum Bandaríkjadala á árinu 2013. „Þessi kaup Emmi breyta ekki miklu því fyrirtækið á mjólkurbúið sem við framleiðum nú í og það tekur engan virkan þátt í daglegum rekstri.“ Spurður um upphæðina segir Sigurður að endanlegar sölutölur liggi ekki enn fyrir „Þetta er einhver tala sem er kannski stór á íslenskan mælikvarða en í stærstu kúnnunum okkar, og þar sem okkur gengur hvað best, erum við með innan við eitt prósent af veltunni í jógúrtsölu,“ segir Sigurður. Ekki á leiðinni heim Í dag starfa um fimmtán manns hjá Sigurði. Um áttatíu starfsmenn Emmi Group vinna síðan á mjólkurbúinu. „Framleiðslan er í gangi sex daga vikunnar. Við tökum inn mjólk frá bændum hér í New York og skiljum að mjólk og rjóma og búum til skyr úr undanrennunni og seljum svo rjómann því við notum ekki mikið af honum.“ Emmi Group er að sögn Sigurðar eini stóri fagfjárfestirinn sem á hlut í fyrirtækinu. Hin 75 prósentin eru enn í eigu Sigurðar og ættingja hans, vina og aðila sem þeim tengjast. „Það var einn tiltekinn sjóður sem fjárfesti í fyrirtækinu fyrir nokkrum árum en Emmi keypti hann út. Margir af hinum fjárfestunum hafa fylgt mér lengi og það þarf þolinmóð bein til að standa í þessu.“ Sigurður vonar að fyrirtækið haldi áfram að vaxa á þessu ári og hann nefnir í því sambandi hversu mikilvægt það sé að fyrirtækið haldi áfram að selja vörur sem innihalda lítinn sykur. „Það er minni sykur í okkar vörum en í öðru jógúrti hér úti. Þegar ég fór af stað þá var það mikið til út af því að það var svo rosalega mikill sykur í flestum mat, þar með talið jógúrti, en sá markaður hefur verið að vaxa alveg gífurlega síðustu tólf ár. Þessi ákvörðun okkar um lítið sykurmagn hefur hlotið góðan hljómgrunn og við eigum alveg ótrúlega dyggan hóp viðskiptavina.“ Sigurður segist kunna vel við sig í New York og hann er ekki á leiðinni heim. „Ég var á Íslandi um jólin og kem heim á sumrin til að fara í fjallgöngur og svoleiðis. En ég verð áfram hér í New York og á meðan reyni ég að borða eins mikið og ég get af þessu gamla íslenska fæði. Sem dæmi þá borðaði ég íslenskan þorsk í gærkvöldi sem ég keypti í Whole Foods. Ef ég fengi að ráða myndi ég borða fisk og kartöflur fimm sinnum í viku.“
Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira