Körfubolti

Bikarmeistararnir í undanúrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Porsche Landry, leikmaður Keflavíkur.
Porsche Landry, leikmaður Keflavíkur. Vísir/Stefán
Keflavík lagði Njarðvík í grannaslag í lokaleik 8-liða úrslita Powerade-bikarkeppni kvenna í kvöld, 77-58.

Sigurinn var öruggur eins og tölurnar bera með sér en Keflavík, sem er ríkjandi bikarmeistari, er komið í undanúrslit ásamt Haukum, Snæfelli og KR.

Það var jafnræði með liðunum í byrjun leiks en eftir að Keflavíkingar komst yfir í lok fyrsta leikhluta náðu Njarðvík aldrei að ógna forystu þeirra.

Bryndís Guðmundsdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 22 stig en Porsche Landry skoraði átján stig. Nikitta Gartrell var með sautján stig og átján fráköst fyrir Njarðvík en það dugði ekki til.

Keflavík-Njarðvík 77-58 (21-15, 19-16, 18-9, 19-18)

Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 22/9 fráköst, Porsche Landry 18/6 fráköst/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 17/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 5/4 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 5, Telma Lind Ásgeirsdóttir 4, Sandra Lind Þrastardóttir 2/14 fráköst, Kristrún Björgvinsdóttir 2, Elfa Falsdottir 1, Thelma Dís Ágústsdóttir 1, Lovísa Falsdóttir 0/4 fráköst.

Njarðvík: Nikitta Gartrell 17/18 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 10/8 fráköst, Heiða B. Valdimarsdóttir 7, Sara Dögg Margeirsdóttir 7, Erna Hákonardóttir 5, Aníta Carter Kristmundsdóttir 5, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 4, Dísa Edwards 3/4 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×