Mini í efstu þremur sætum Dakar rallsins Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2014 12:46 Mini bílar komu, sáu og sigruðu í hinu langa þolakstursralli Dakar, sem stóð yfir í tvær vikur. Ekki nóg með að Nani Roma og aðstoðarökumaður hans Michel Perin hafa ekið Mini bíl, þá komu Mini bílar einnig í næstu tveimur sætum keppninnar. Það voru hinir reyndu ökumenn Stephan Peterhansel og Nasser Al-Attiyah sem stýrðu þeim bílum. Það tók sigurvegarann 50 klukkutíma og 44,58 mínútur að klára rallið og kom Peterhansel í mark aðeins 5 mínútum síðar. Minna en helmingur keppenda luku rallinu, sem reyndist óvenju erfitt í ár. Keppt er í mörgum flokkum, þ.e. bílum, mótorhjólum, fjórhjólum og trukkum og eru keppendur oftsinnis hvor fyrir öðrum, sama hverju þeir aka. Sigurvegarinn í bílaflokki, Nani Roma, hefur einnig unnið mótorhjólaflokk Dakar rallsins, m.a. fyrir 10 árum.Sumir voru óheppnir og kláruðu ekki rallið. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent
Mini bílar komu, sáu og sigruðu í hinu langa þolakstursralli Dakar, sem stóð yfir í tvær vikur. Ekki nóg með að Nani Roma og aðstoðarökumaður hans Michel Perin hafa ekið Mini bíl, þá komu Mini bílar einnig í næstu tveimur sætum keppninnar. Það voru hinir reyndu ökumenn Stephan Peterhansel og Nasser Al-Attiyah sem stýrðu þeim bílum. Það tók sigurvegarann 50 klukkutíma og 44,58 mínútur að klára rallið og kom Peterhansel í mark aðeins 5 mínútum síðar. Minna en helmingur keppenda luku rallinu, sem reyndist óvenju erfitt í ár. Keppt er í mörgum flokkum, þ.e. bílum, mótorhjólum, fjórhjólum og trukkum og eru keppendur oftsinnis hvor fyrir öðrum, sama hverju þeir aka. Sigurvegarinn í bílaflokki, Nani Roma, hefur einnig unnið mótorhjólaflokk Dakar rallsins, m.a. fyrir 10 árum.Sumir voru óheppnir og kláruðu ekki rallið.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent