Enski boltinn

Björn Bergmann á leið aftur til Noregs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björn Bergmann hefur lítið fengið að spila hjá Wolves.
Björn Bergmann hefur lítið fengið að spila hjá Wolves. Vísir/Getty
Norskir fjölmiðlar greina frá því að norsku bikarmeistararnir í Molde séu á góðri leið með að fá Björn Bergmann Sigurðarson frá Wolves.

Björn Bergmann hefur ekkert spilað á árinu og hefur verið fullyrt að hann vilji komast í burtu frá Wolves.

Líklegt er að Björn Bergmann verði í fyrstu lánaður til Molde sem eigi þá forkaupsrétt á honum í sumar. Fullyrt er í frétt VG að Björn Bergmann sé með 92 milljónir króna í grunnlaun á ári hjá Wolves.

Tor Ole Skullerud tók við starfi Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóri Molde þegar sá síðarnefndi fór til Cardiff City. Sá síðarnefndi tók tvo leikmenn með sér þangað - þá Mats Möller Dæhli og Jo Inge Berget.

Lilleström, gamla félags Björns, hafði einnig áhuga á að fá kappann aftur í sínar raðir samkvæmt norskum miðlum. Félagið seldi Björn Bergmann til Wolves árið 2012 fyrir 370 milljónir króna.


Tengdar fréttir

Björn boðinn í skiptum fyrir leikmann Coventry

Staðarblaðið Coventry Telegraph fullyrðir í dag að enska C-deildarliðið Wolves vilji bjóða Coventry Björn Bergmann Sigurðarson í skiptum fyrir leikmann liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×