Terry Leake mun spila með KR gegn Stjörnunni í Domino's-deild karla í kvöld þrátt fyrir að félagið hafi sagt samningi leikmannsins upp fyrr í vikunni.
Nýr leikmaður er ekki kominn til landsins til að fylla í skarð Leake og verður hann því í röndótta búningnum í kvöld.
„Það er vitnisburður um gagnkvæma virðingu milli leikmannsins og félagsins og eins um hve mikið toppeintak sem Terry Laeke er. Við treystum að stuðningsmenn KR klappi honum lof í lófa í kvöld,“ sagði á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar KR.
Spilar í kvöld þrátt fyrir að hafa verið sagt upp

Tengdar fréttir

KR fékk Kana frá ÍR
Körfuknattleiksdeild KR hefur gert tímabundinn samning við Bandaríkjamanninn Terry Leake jr. Terry hefur leikið með ÍR í upphafi móts en var leystur undan samningi í gær þar sem ÍR-ingar töldu sig þurfa öðruvísi leikmann sem hentaði þeirra þörfum betur.

KR-ingar láta Leake fara
Vesturbæjarliðið samdi við Leake í kringum áramótin en hafa nú mánuði síðar ákveðið að slíta samstarfinu. Þeir svörtu og hvítu eru í leit að stærri manni í baráttuna undir körfunni.

KR heldur tryggð við Kanann
Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við Terry Leake og mun hann klára tímabilið með liðinu.