

Hollensku tvíburabræðurnir Michel Mulder og Ronald Mulder komust báðir á pall í dag í 500 metra skautahlaupi karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi.
Maria Höfl-Riesch, 29 ára Þjóðverji, varði Ólympíumeistaratitil sinn í alpatvíkeppni kvenna á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag.
Kanadamaðurinn Charles Hamelin tryggði sér sigur í 1500 metra skautaati, skautahlaupi á stuttri braut, á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en þessi 28 ára gamli skauthlaupari er líklegur til afreka á leikunum í Rússlandi.
Julia Mancuso frá Bandaríkjunum náði bestum tíma í bruni í alpatvíkeppni kvenna á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í morgun og stendur því best að vígi fyrir svigið á eftir.
Frakkinn Martin Fourcade tryggði sér í dag gullverðlaun í 12,5 km eltigöngu í skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og landi hans Jean-Guillaume Béatrix komst einnig á pall.
Vísir mun sýna frá fjölmörgum keppnisgreinum á öllum sextán keppnisdögunum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi.
Bandaríska kvennalandsliðið í íshokkí sýndi styrk sinn gegn Sviss í dag. Sviss sá aldrei til sólar í leiknum og tapaði 9-0 í afar ójöfnum leik.