KFÍ mátti í annað skipti þetta tímabilið þolta 49 stiga tap í Domino's-deild karla. Í þetta sinn gegn Grindavík á útivelli, 97-48.
Fyrir tæpum mánuði síðan töpuðu Ísfirðingar fyrir Njarðvík, 113-64, en þessir tveir sigrar eru þeir stærstu síðan að keppnistímabilið hófst.
Eins og tölurnar bera með sér var leikurinn ekki sérlega spennandi en sérstaka athygli vekur að liðin skoruðu samanlagt aðeins sextán stig í fjórða leikhluta.
KFÍ skoraði aðeins sex sem er það minnsta sem eitt lið hefur skorað í stökum leikhluta í vetur. Stigin 48 sem KFÍ skoraði í allt kvöld er einnig lægsta skor tímabilsins hingað til.
Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 32-15 og ljóst í hvað stefndi. Grindvíkingar höfðu svo væna forystu í hálfleik, 55-26.
Allir leikmenn Grindavíkur komust á blað í leiknum en stigahæstur var Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 23 stig. Ágúst Angantýsson skoraði sautján stig fyrir KFÍ.
Þess má geta að KFÍ klikkaði á öllum sautján þriggja stiga tilraunum sínum í leiknum en liðið var með 36 prósenta skotnýtingu innan línunnar.
Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig en KFÍ í því næstneðsta með átta.
Grindavík vann 49 stiga sigur á Ísfirðingum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Kominn tími á konu í Formúlu 1“
Formúla 1




„Engin draumastaða“
Handbolti

Sir Alex er enn að vinna titla
Enski boltinn

Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda
Handbolti
Fleiri fréttir
