Óvæntur sigur Mayer í bruninu | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2014 08:30 Austurríkismaðurinn Matthias Mayer vann í morgun heldur óvænt gullverðlaun í bruni karla í fyrstu keppninni í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Mayer er 23 ára gamall og hefur aldrei unnið sigur á heimsbikarmótaröðinni. Hann á tvenn silfurverðlaun í risasvigi sem hefur verið hans sterkasta grein en Mayer var aðeins í 25. sæti í stigakeppninni í bruni fyrir leikana. Hann náði þó að setja saman frábæra ferð í brautinni í Sotsjí sem reyndist mörgum erfið í dag, þó svo að langflestir hafi náð að klára. Fáir komust þó í gegnum strembinn millikafla vandræðalaust en þar gerðu sigurstranglegustu keppendurnir - Bode Miller frá Bandaríkjunum og Norðmaðurinn Aksel Lund Svindal - dýrkeypt mistök.Christof Innerhofer frá Ítalíu varð annar, aðeins 0,06 sekúndum á eftir Mayer. Innerhofer fagnaði niðurstöðunni vel og innilega en hann hefur unnið þrjár brunkeppnir í heimsbikarnum í vetur. Norðmaðurinn Kjetil Jansrud náði svo þriðja sæti og vann þar með sín önnur verðlaun á Ólympíuleikum. Jansrud varð annar í stórsvigi á leikunum í Vancouver fyrir tveimur árum.Miller gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hann kom í mark.Vísir/Getty Keppnin í morgun byrjaði með því að Svisslendingurinn Carlo Janka gaf snemma tóninn með góðri ferð og var í forystu þar til Bandaríkjamaðurinn Travis Ganong og síðar Jansrud frá Noregi náðu betri tíma. Mayer, sem var ellefti í rásröðinni, gerði þó fá mistök í sinni ferð og sló við Jansrud með því að skila sér niður á 2:06,23 mínútum. Sigurstranglegustu keppendurnir, Miller og Svindal, voru þó eftir og var Jansrud létt þegar hann sá Bandaríkjamanninn Miller gera nokkur mistök um miðja braut. Miller, sem er fimmfaldur verðlaunahafi á Ólympíuleikum og átti besta æfingatíma gærdagsins, hafði náð betri millitímum en Mayer í efri hluta brautarinnar en gaf svo eftir. Svindal, sem er stigahæstur í heimsbikarnum í bruni sem stendur, byrjaði rólega í sinni ferð og komst heldur ekki í gegnum miðkaflann án mistaka. Hann vann þó á á lokakaflanum sem dugði til að ná þriðja sætinu, á eftir Jansrud. Aðeins nokkrum mínútum síðar varð ljóst að Svindal myndi ekki ná verðlaunasæti. Innerhofer, sem var 20. í rásröðinni, náði frábærri ferð og skilaði sér niður á örlítið lakari tíma en Mayer - 2:06,29 mínútum.Didier Defago, ríkjandi Ólympíumeistari í greininni, byrjaði vel en gerði einnig mistök á erfiðum millikafla og endaði í fjórtánda sæti. Svo fór að Svindal endaði í fjórða sætinu en Miller, sem gat ekki leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna, varð áttundi. Þess má geta að faðir Mayer, Helmut, vann silfurverðlaun í risasvigi á Vetrarólympíuleikunum í Calgary árið 1988. Matthias fæddist tveimur árum síðar. Úrslitin: 1. Matthias Mayer, Austurríki 2:06,23 mín. 2. Christof Innerhofer, Ítalíu +0,06 3. Kjetil Jansrud, Noregi +0,10 4. Aksel Lund Svindal, Noregi +0,29 5. Travis Ganong, Bandaríkjunum +0,41 6. Carlo Janka, Sviss +0,48 7. Peter Fill, Ítalíu +0,49 8. Bode Miller, Bandaríkjunum +0,52 9. Max Franz, Austurríki +0,80 10. Erik Guay, Kanada +0,81 Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá Ólympíuleikunum 2014 | Dagur 2 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en annar keppnisdagur leikanna er í dag. 9. febrúar 2014 06:30 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Austurríkismaðurinn Matthias Mayer vann í morgun heldur óvænt gullverðlaun í bruni karla í fyrstu keppninni í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Mayer er 23 ára gamall og hefur aldrei unnið sigur á heimsbikarmótaröðinni. Hann á tvenn silfurverðlaun í risasvigi sem hefur verið hans sterkasta grein en Mayer var aðeins í 25. sæti í stigakeppninni í bruni fyrir leikana. Hann náði þó að setja saman frábæra ferð í brautinni í Sotsjí sem reyndist mörgum erfið í dag, þó svo að langflestir hafi náð að klára. Fáir komust þó í gegnum strembinn millikafla vandræðalaust en þar gerðu sigurstranglegustu keppendurnir - Bode Miller frá Bandaríkjunum og Norðmaðurinn Aksel Lund Svindal - dýrkeypt mistök.Christof Innerhofer frá Ítalíu varð annar, aðeins 0,06 sekúndum á eftir Mayer. Innerhofer fagnaði niðurstöðunni vel og innilega en hann hefur unnið þrjár brunkeppnir í heimsbikarnum í vetur. Norðmaðurinn Kjetil Jansrud náði svo þriðja sæti og vann þar með sín önnur verðlaun á Ólympíuleikum. Jansrud varð annar í stórsvigi á leikunum í Vancouver fyrir tveimur árum.Miller gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hann kom í mark.Vísir/Getty Keppnin í morgun byrjaði með því að Svisslendingurinn Carlo Janka gaf snemma tóninn með góðri ferð og var í forystu þar til Bandaríkjamaðurinn Travis Ganong og síðar Jansrud frá Noregi náðu betri tíma. Mayer, sem var ellefti í rásröðinni, gerði þó fá mistök í sinni ferð og sló við Jansrud með því að skila sér niður á 2:06,23 mínútum. Sigurstranglegustu keppendurnir, Miller og Svindal, voru þó eftir og var Jansrud létt þegar hann sá Bandaríkjamanninn Miller gera nokkur mistök um miðja braut. Miller, sem er fimmfaldur verðlaunahafi á Ólympíuleikum og átti besta æfingatíma gærdagsins, hafði náð betri millitímum en Mayer í efri hluta brautarinnar en gaf svo eftir. Svindal, sem er stigahæstur í heimsbikarnum í bruni sem stendur, byrjaði rólega í sinni ferð og komst heldur ekki í gegnum miðkaflann án mistaka. Hann vann þó á á lokakaflanum sem dugði til að ná þriðja sætinu, á eftir Jansrud. Aðeins nokkrum mínútum síðar varð ljóst að Svindal myndi ekki ná verðlaunasæti. Innerhofer, sem var 20. í rásröðinni, náði frábærri ferð og skilaði sér niður á örlítið lakari tíma en Mayer - 2:06,29 mínútum.Didier Defago, ríkjandi Ólympíumeistari í greininni, byrjaði vel en gerði einnig mistök á erfiðum millikafla og endaði í fjórtánda sæti. Svo fór að Svindal endaði í fjórða sætinu en Miller, sem gat ekki leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna, varð áttundi. Þess má geta að faðir Mayer, Helmut, vann silfurverðlaun í risasvigi á Vetrarólympíuleikunum í Calgary árið 1988. Matthias fæddist tveimur árum síðar. Úrslitin: 1. Matthias Mayer, Austurríki 2:06,23 mín. 2. Christof Innerhofer, Ítalíu +0,06 3. Kjetil Jansrud, Noregi +0,10 4. Aksel Lund Svindal, Noregi +0,29 5. Travis Ganong, Bandaríkjunum +0,41 6. Carlo Janka, Sviss +0,48 7. Peter Fill, Ítalíu +0,49 8. Bode Miller, Bandaríkjunum +0,52 9. Max Franz, Austurríki +0,80 10. Erik Guay, Kanada +0,81
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá Ólympíuleikunum 2014 | Dagur 2 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en annar keppnisdagur leikanna er í dag. 9. febrúar 2014 06:30 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Bein útsending frá Ólympíuleikunum 2014 | Dagur 2 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en annar keppnisdagur leikanna er í dag. 9. febrúar 2014 06:30