Johnny Quinn festist inn á baðherberginu sínu eftir að hafa verið í sturtu. Hurðin stóð á sér og sá hann sér ekki aðra leið færa en að brjóta niður hurðina.
„Ég var ekki með síma til að hringja eftir hjálp og því nýtti ég mér þjálfunina til að ryðja mér leið úr herberginu,“ skrifaði Quinn á Twitter-síðuna sína.
Það hefur gengið á ýmsu í Sotsjí og bæði íþróttamenn og blaðamenn greint frá ýmsu misjöfnu sem þeir hafa orðið varir við.
...With no phone to call for help, I used my bobsled push training to break out. #SochiJailBreakpic.twitter.com/apZRefgvCO
— Johnny Quinn (@JohnnyQuinnUSA) February 8, 2014