„Forsætisráðherra er að verða eins og fótboltamaður sem er alltaf að reyna fiska vítaspyrnu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2014 16:41 Þátturinn Mín skoðun í umsjón Mikaels Torfasonar var á dagskrá í dag klukkan 13 í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi í dag. Þau Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum fóru yfir ýmis málefni, meðal annars fréttir síðustu viku. „Maður verður að velta fyrir sér orðfærinu hjá forsætisráðherranum þegar hann segir að Seðlabankinn sé óumbeðið að koma með mat á stærstu efnahagsaðgerð veraldarsögunnar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir í þættinum í dag og gagnrýndi hún ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, á viðskiptaþinginu í vikunni. Þar sagði Sigmundur Davíð að Seðlabankinn hafi „óumbeðinn“ lagst í greiningu á skuldaleiðréttingum ríkisstjórnarinnar. Þess má geta að Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun. Elliði Vignisson líkti því næst Sigmundi Davíð við knattspyrnumann sem væri ítrekað að reyna fiska vítaspyrnu í leik. „Forsætisráðherra er að verða eins og fótboltamaður sem er alltaf að reyna fiska vítaspyrnu án þess að nokkur komi við hann og liggur hann alltaf í teignum eins og [Didier] Drogba gerði um tíma,“ sagði Elliði Vignisson í þættinum í dag. „Við megum samt ekki gleyma að í umræddri ræðu er hann að koma fram með mikilvæg mál og fara yfir mikilvægt efni. Eitt af því sem er svo áberandi í kjölfarið af þessari ræðu er þessi gjá milli hans sem forsætisráðherra ríkisstjórnar Íslands og stjórnanda Seðlabanka Íslands. Þetta skaðar okkur öll, þetta skaðar aðila á markaði, þetta skaðar viðhorf alþjóðlegra matsfyrirtækja á landinu og þar með hefur þetta áhrif á okkur öll.“ Hér að ofan má sjá myndskeið frá umræðu milli Mikaels, Svandísar og Elliða um fréttir vikunnar. Mín skoðun Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Þátturinn Mín skoðun í umsjón Mikaels Torfasonar var á dagskrá í dag klukkan 13 í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi í dag. Þau Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum fóru yfir ýmis málefni, meðal annars fréttir síðustu viku. „Maður verður að velta fyrir sér orðfærinu hjá forsætisráðherranum þegar hann segir að Seðlabankinn sé óumbeðið að koma með mat á stærstu efnahagsaðgerð veraldarsögunnar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir í þættinum í dag og gagnrýndi hún ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, á viðskiptaþinginu í vikunni. Þar sagði Sigmundur Davíð að Seðlabankinn hafi „óumbeðinn“ lagst í greiningu á skuldaleiðréttingum ríkisstjórnarinnar. Þess má geta að Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun. Elliði Vignisson líkti því næst Sigmundi Davíð við knattspyrnumann sem væri ítrekað að reyna fiska vítaspyrnu í leik. „Forsætisráðherra er að verða eins og fótboltamaður sem er alltaf að reyna fiska vítaspyrnu án þess að nokkur komi við hann og liggur hann alltaf í teignum eins og [Didier] Drogba gerði um tíma,“ sagði Elliði Vignisson í þættinum í dag. „Við megum samt ekki gleyma að í umræddri ræðu er hann að koma fram með mikilvæg mál og fara yfir mikilvægt efni. Eitt af því sem er svo áberandi í kjölfarið af þessari ræðu er þessi gjá milli hans sem forsætisráðherra ríkisstjórnar Íslands og stjórnanda Seðlabanka Íslands. Þetta skaðar okkur öll, þetta skaðar aðila á markaði, þetta skaðar viðhorf alþjóðlegra matsfyrirtækja á landinu og þar með hefur þetta áhrif á okkur öll.“ Hér að ofan má sjá myndskeið frá umræðu milli Mikaels, Svandísar og Elliða um fréttir vikunnar.
Mín skoðun Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira