Stjörnuleikurinn í NBA-deildinni fer fram í New Orleans á sunnudag. Chris Paul snýr þá aftur til borgarinnar þar sem hann lék áður en hann fór til Los Angeles til þess að spila með Clippers.
"Ég var stór hluti af þessari borg. Ég get ekki sagt neitt neikvætt um þessa borg. Ef það væri ekki fyrir þessa borg þá væri ég annar maður í dag. Ég var faðmaður af öllum hérna eins og fjölskyldumeðlimur," sagði Paul en hann er afar ánægður með að vera kominn aftur til New Orleans.
Það var mikil dramatík þegar Paul var skipt til Clippers. Það gerðist um miðja nótt.
"Ég fór um borð í vélina eftir að hafa kvatt fyrrum liðsfélaga mína. Ég horfði út um gluggann og það voru miklar tilfinningar í gangi. Þetta gerðist um nótt og ég gat ekki kvatt. Það þótti mér miður."
Stjörnuleikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport aðfararnótt mánudags.
New Orleans breytti mér

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
