Keflvíkingar upp í toppsætið - úrslit kvöldsins í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2014 20:53 Michael Craion hjá Keflavík. Vísir/Stefán Keflvíkingar eru komnir með tveggja stiga forskot á KR í Dominos-deild karla í körfubolta eftir afar sannfærandi 40 stiga sigur á Skallagrími, 111-71, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Þetta var tíundi sigurleikur Keflavíkurliðsins í röð í deildinni en KR-ingar geta endurheimt efsta sætið með sigri á Njarðvík í Ljónagryfjunni á morgun. Alls skoruðu sex leikmenn Keflavíkurliðsins yfir tíu stig og sá sjöundi, Arnar Freyr Jónsson, var með 9 stig og 8 stoðsendingar. Michael Craion og Darrel Keith Lewis voru stigahæstir með 18 stig en Lewis gaf einnig átta stoðsendingar. Magnús Þór Gunnarsson var með 12 stig og 6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson og Guðmundur Jónsson skoruðu báðir 11 stig og Þröstur Leó Jóhannsson var með 12 stig. Ben Smith skoraði 22 stig fyrir Skallagrím og Páll Axel Vilbergsson var með 16 stig í þriðja tapi Borgnesinga í röð. Páll Axel Vilbergsson setti niður sína aðra þriggja stiga körfu eftir þrjár og hálfa mínútu og minnkaði þá muninn í 10-8. Þá kom svaka sprettur hjá Keflvíkingum sem skoruðu tólf stig í röð og komust í 20-8. Keflavíkurliðið var síðan 18 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 30-12. Guðmundur Jónsson og Michael Craion skoruðu báðir tíu stig í leikhlutanum. Keflavík bætti við forskotið í öðrum leikhlutanum og var með 24 stiga forskot í hálfleik, 56-32. Skallagrímsmenn hafa verið með reglulegar þriggja stiga körfu sýningar en Keflavíkurliðið setti niður 9 af 15 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleiknum. Keflavíkurliðið vann að lokum alla leikhlutana með sex stigum eða meira og að lokum leikinn með 40 stiga mun, 111-71.Snæfellingar vörðu áttunda og síðasta sæti inn í úrslitakeppnina með því að vinna fimmtán stiga sigur á ÍR, 94-79, í Dominos-deild karla í körfubolta. Liðin voru bæði með tólf stig í 8. og 9. sæti deildarinnar en Hólmarar voru ofar eftir stórsigur í fyrri leik liðanna. ÍR-ingar voru búnir að vinna þrjá deildarleiki í röð og alls fimm leiki í röð í öllum keppnum en gengu á vegg í kvöld. Sigur Snæfells var nokkuð öruggur en ÍR-ingar komu sterkir til baka í þriðja leikhlutanum en tókst ekki að vinna upp stórt forskot Snæfellsliðsins sem kláraði síðan leikinn með því að vinna síðustu 70 sekúndurnar 7-0.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Dominos-deild karla í körfubolta:Keflavík-Skallagrímur 111-71 (30-12, 26-20, 26-17, 29-22)Keflavík: Darrel Keith Lewis 18/5 fráköst/8 stoðsendingar, Michael Craion 18/5 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 12/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 11, Guðmundur Jónsson 11/9 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9/8 stoðsendingar, Hafliði Már Brynjarsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 5, Andri Daníelsson 4/4 fráköst, Aron Freyr Kristjánsson 3, Gunnar Ólafsson 2.Skallagrímur: Benjamin Curtis Smith 22/5 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 11/8 fráköst, Trausti Eiríksson 5, Orri Jónsson 4, Davíð Guðmundsson 3, Sigurður Þórarinsson 3, Ármann Örn Vilbergsson 3, Davíð Ásgeirsson 2, Egill Egilsson 2/5 fráköst.Stjarnan-Grindavík 90-94 (30-20, 19-25, 17-26, 24-23)Stjarnan: Justin Shouse 36/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 22/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 16/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 4/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/8 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 24/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/5 fráköst/5 stolnir, Earnest Lewis Clinch Jr. 19/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 9/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 7, Þorleifur Ólafsson 4, Kjartan Helgi Steinþórsson 3. Snæfell-ÍR 94-79 (23-15, 27-13, 20-34, 24-17)Snæfell: Travis Cohn III 28/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 26/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/5 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 7/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 4/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 4/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 20/5 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 16/8 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nigel Moore 14/10 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 14. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Handbolti Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Hverju breytir Siggi? Í beinni: Höttur - Stjarnan | Er enn líf fyrir austan? Í beinni: Tindastóll - Þór Þ. | Mikið í húfi hjá báðum liðum Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ Sjá meira
Keflvíkingar eru komnir með tveggja stiga forskot á KR í Dominos-deild karla í körfubolta eftir afar sannfærandi 40 stiga sigur á Skallagrími, 111-71, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Þetta var tíundi sigurleikur Keflavíkurliðsins í röð í deildinni en KR-ingar geta endurheimt efsta sætið með sigri á Njarðvík í Ljónagryfjunni á morgun. Alls skoruðu sex leikmenn Keflavíkurliðsins yfir tíu stig og sá sjöundi, Arnar Freyr Jónsson, var með 9 stig og 8 stoðsendingar. Michael Craion og Darrel Keith Lewis voru stigahæstir með 18 stig en Lewis gaf einnig átta stoðsendingar. Magnús Þór Gunnarsson var með 12 stig og 6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson og Guðmundur Jónsson skoruðu báðir 11 stig og Þröstur Leó Jóhannsson var með 12 stig. Ben Smith skoraði 22 stig fyrir Skallagrím og Páll Axel Vilbergsson var með 16 stig í þriðja tapi Borgnesinga í röð. Páll Axel Vilbergsson setti niður sína aðra þriggja stiga körfu eftir þrjár og hálfa mínútu og minnkaði þá muninn í 10-8. Þá kom svaka sprettur hjá Keflvíkingum sem skoruðu tólf stig í röð og komust í 20-8. Keflavíkurliðið var síðan 18 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 30-12. Guðmundur Jónsson og Michael Craion skoruðu báðir tíu stig í leikhlutanum. Keflavík bætti við forskotið í öðrum leikhlutanum og var með 24 stiga forskot í hálfleik, 56-32. Skallagrímsmenn hafa verið með reglulegar þriggja stiga körfu sýningar en Keflavíkurliðið setti niður 9 af 15 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleiknum. Keflavíkurliðið vann að lokum alla leikhlutana með sex stigum eða meira og að lokum leikinn með 40 stiga mun, 111-71.Snæfellingar vörðu áttunda og síðasta sæti inn í úrslitakeppnina með því að vinna fimmtán stiga sigur á ÍR, 94-79, í Dominos-deild karla í körfubolta. Liðin voru bæði með tólf stig í 8. og 9. sæti deildarinnar en Hólmarar voru ofar eftir stórsigur í fyrri leik liðanna. ÍR-ingar voru búnir að vinna þrjá deildarleiki í röð og alls fimm leiki í röð í öllum keppnum en gengu á vegg í kvöld. Sigur Snæfells var nokkuð öruggur en ÍR-ingar komu sterkir til baka í þriðja leikhlutanum en tókst ekki að vinna upp stórt forskot Snæfellsliðsins sem kláraði síðan leikinn með því að vinna síðustu 70 sekúndurnar 7-0.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Dominos-deild karla í körfubolta:Keflavík-Skallagrímur 111-71 (30-12, 26-20, 26-17, 29-22)Keflavík: Darrel Keith Lewis 18/5 fráköst/8 stoðsendingar, Michael Craion 18/5 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 12/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 11, Guðmundur Jónsson 11/9 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9/8 stoðsendingar, Hafliði Már Brynjarsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 5, Andri Daníelsson 4/4 fráköst, Aron Freyr Kristjánsson 3, Gunnar Ólafsson 2.Skallagrímur: Benjamin Curtis Smith 22/5 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 11/8 fráköst, Trausti Eiríksson 5, Orri Jónsson 4, Davíð Guðmundsson 3, Sigurður Þórarinsson 3, Ármann Örn Vilbergsson 3, Davíð Ásgeirsson 2, Egill Egilsson 2/5 fráköst.Stjarnan-Grindavík 90-94 (30-20, 19-25, 17-26, 24-23)Stjarnan: Justin Shouse 36/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 22/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 16/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 4/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/8 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 24/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/5 fráköst/5 stolnir, Earnest Lewis Clinch Jr. 19/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 9/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 7, Þorleifur Ólafsson 4, Kjartan Helgi Steinþórsson 3. Snæfell-ÍR 94-79 (23-15, 27-13, 20-34, 24-17)Snæfell: Travis Cohn III 28/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 26/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/5 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 7/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 4/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 4/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 20/5 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 16/8 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nigel Moore 14/10 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 14.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Handbolti Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Hverju breytir Siggi? Í beinni: Höttur - Stjarnan | Er enn líf fyrir austan? Í beinni: Tindastóll - Þór Þ. | Mikið í húfi hjá báðum liðum Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti