Bandaríska landsliðið í íshokkí fer vel af stað í Sotsjí en það pakkaði Slóvakíu saman, 7-1, í fyrsta leik.
Leikurinn var jafn framan af en Bandaríkin voru aðeins einu marki yfir eftir fyrsta leikhluta. Markið skoraði John Carlson, leikmaður Washington Capitals í NHL-deildinni.
Það var svo í öðrum leikhluta sem Bandaríkin gengu frá leiknum en þau unnu hann, 6-1, og leikinn eins og áður segir, 7-1.
DavidBackes, RyanKesler, PaulStastny (2), PhilKessel og DustinBrown, fyrirliði LA Kings, skoruðu mörk Bandaríkjanna en TomasTatar skoraði mark Slóvakíu.
Bandaríkin eru því með þrjú stig í A-riðli eins og heimamenn frá Rússlandi sem unnu Slóvena, 5-2, í dag.
Í spilaranum hér að ofan má sjá öll mörkin úr leiknum.
