Í lok hvers keppnisdags á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí verður allt það helsta gert upp í samantektarþætti hér á Vísi og Stöð 2 Sport. Nú er komið að keppni á degi fimm.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson hefur umsjón með þættinum sem hefst klukkan 22.00. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Það voru sex Ólympíugull í boði í dag og fóru þau til sex landa. Þjóðverjar unnu tvær greinar á degi fimm en alls fengu níu íþróttamenn gull um hálsinn.
Ólympíumeistarar voru krýndir í eftirtöldum greinum í dag:
Brun kvenna: Tina Maze frá Slóveníu og Dominique Gisin frá Sviss
Listhlaup para: Tatiana Volosozhar og Maxim Trankov frá Rússlandi
Tvímenningur í baksleðakeppni karla: Tobias Arlt og Tobias Wendl frá Þýskalandi
Norræn tvíkeppni karla (minni pallur): Eric Frenzel frá Þýskalandi
Hálfpípukeppni á snjóbrettum kvenna: Kaitlyn Farrington frá Bandaríkjunum
1000 metra skautahlaup karla: Stefan Groothuis frá Hollandi
Sport