Toyota hættir framleiðslu í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2014 09:46 Úr verksmiðju Toyota í Ástralíu. Framleiðsla bíla í Ástralíu er að líða undir lok, en hver bílaframleiðandinn á fætur öðrum hefur tekið ákvörðun um það að hætta framleiðslu þar í landi. Sá síðasti sem tekur þessa ákvörðun er Toyota en það markar líka þau tímamót að enginn bílaframleiðandi stendur eftir þegar Toyota lokar verksmiðju sinni árið 2017. Toyota ætlar engu að síður að halda áfram sölu bíla í Ástralíu en þeir verða allir fluttir inn til landins. Forsvarsmenn Toyota segja að þeir hafi reynt allt til að halda framleiðslunni áfram en verið tilneyddir til að hætta henni þar sem of margir neikvæðir þættir spili inní. Fyrir vikið missa 2.500 manns starfið í verksmiðjum Toyota þar, auk stjórnenda. Ford og GM hafa tekið ákvörðun um að hætta framleiðslu í Ástralíu og Mitsubishi hætti árið 2008. Því stendur enginn bílaframleiðandi eftir og leggst því bílaframleiðsla alveg af í álfunni eftir 2017. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent
Framleiðsla bíla í Ástralíu er að líða undir lok, en hver bílaframleiðandinn á fætur öðrum hefur tekið ákvörðun um það að hætta framleiðslu þar í landi. Sá síðasti sem tekur þessa ákvörðun er Toyota en það markar líka þau tímamót að enginn bílaframleiðandi stendur eftir þegar Toyota lokar verksmiðju sinni árið 2017. Toyota ætlar engu að síður að halda áfram sölu bíla í Ástralíu en þeir verða allir fluttir inn til landins. Forsvarsmenn Toyota segja að þeir hafi reynt allt til að halda framleiðslunni áfram en verið tilneyddir til að hætta henni þar sem of margir neikvæðir þættir spili inní. Fyrir vikið missa 2.500 manns starfið í verksmiðjum Toyota þar, auk stjórnenda. Ford og GM hafa tekið ákvörðun um að hætta framleiðslu í Ástralíu og Mitsubishi hætti árið 2008. Því stendur enginn bílaframleiðandi eftir og leggst því bílaframleiðsla alveg af í álfunni eftir 2017.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent