Tæplega 38 þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun til stjórnvalda á vefsíðunni Þjóð.is þegar hún hrundi vegna of mikils álags síðdegis.
Með undirskrift sinni skorar fólk stjórnvöld á að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort aðildarviðaræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram.
„Við erum að vonast til þess að hún komi upp aftur eftir smá stund. Það er búið að vera svo mikið álag á síðunni,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, einn af forsvarsmönnum síðunnar
Uppfært klukkan 19:01
Vefsíðan er komin aftur í gang
Vefsíðan Þjóð.is lá niðri vegna álags
Stefán Árni Pálsson skrifar
