Refsivert að aka hægt á vinstri akrein í Georgíufylki Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2014 10:48 Umferð á bandarískum þjóðvegi. Nú liggur fyrir tillaga í þingi Georgíufylkis að refsivert verði að aka hægt á vinstri akrein á þjóðvegum fylkisins. Til að til refsingar komi, þ.e. fjársekta, þarf hinn saknæmi að aka undir leyfilegum hámarkshraða. Tillaga þessa efnis var reyndar samþykkt í fylkinu árið 2010 af fulltrúadeild fylkisins en hún komst ekki til samþykktar á þingi þess. Þá samþykkti fulltrúadeildin hana með 129 atkvæðum gegn 29 en nú var stuðningurinn ennþá meiri, 162 gegn 9. Flutningmaður tillögunnar, Bill Hitchens, gerir sér grein fyrir að erfitt geti reynst að framfylgja þessu refsiákvæði en lagasetningin myndi að minnsta kosti vekja fólk til vitundar um það vandamál sem skapast með þeirri háttsemi að tefja umferð með hægum akstri á vinstri akrein. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent
Nú liggur fyrir tillaga í þingi Georgíufylkis að refsivert verði að aka hægt á vinstri akrein á þjóðvegum fylkisins. Til að til refsingar komi, þ.e. fjársekta, þarf hinn saknæmi að aka undir leyfilegum hámarkshraða. Tillaga þessa efnis var reyndar samþykkt í fylkinu árið 2010 af fulltrúadeild fylkisins en hún komst ekki til samþykktar á þingi þess. Þá samþykkti fulltrúadeildin hana með 129 atkvæðum gegn 29 en nú var stuðningurinn ennþá meiri, 162 gegn 9. Flutningmaður tillögunnar, Bill Hitchens, gerir sér grein fyrir að erfitt geti reynst að framfylgja þessu refsiákvæði en lagasetningin myndi að minnsta kosti vekja fólk til vitundar um það vandamál sem skapast með þeirri háttsemi að tefja umferð með hægum akstri á vinstri akrein.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent