Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Jóhannes Stefánsson skrifar 26. febrúar 2014 17:51 Sigríður Ingibjörg segir Bjarna hafa beðið Katrínu Júlíusdóttur um að "róa sig,“ en slíkt sé dæmi um þekkt bragð þeirra sem vilja niðurlægja konur. „Hann leyfði sér það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér og ég ætlast til þess að forseti minn líði ekki slíkt hér í þingsal,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir vegna ummæla Bjarna Benediktssonar sem bað Katrínu Júlíusdóttur um að „róa sig“ eftir að hún hafði kallað hann „helvítis dóna.“ Mörg stór orð hafa verið látin falla á Alþingi í dag. Skömmu áður en Sigríður Ingibjörg sakaði Bjarna um kvenfyrirlitningu hafði Katrín Júlíusdóttir sagt fjármálaráðherra vera „helvítis dóna,“ í lok ræðu sinnar um fundarstjórn á þinginu í dag. Í kjölfar ummæla Katrínar sagði fjármálaráðherra: „Hér fyrir nokkrum ræðum stóð háttvirtur þingmaður Katrín Júlíusdóttir og sagði að það væru engin mál á dagskránni. Af því tilefni fannst mér sjálfsagt að leggja hér í ræðustól dagskrá þingsins en það eru 25 mál á dagskrá Alþingis í dag.“ „Ég hvorki kastaði neinum pappírum í háttvirtan þingmann, eins og síðan hefur verið sagt, eða réðist á hana eða truflaði með nokkrum hætti, ég bara lagði hérna í pontu dagskrá Alþingis,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þetta er dagskráin. Af því tilefni tók ég eftir því að þingmaður hreytti síðan eftir ræðuna í mig ókvæðisorðum. Það er allt í lagi og má alveg vera þannig.“Svöruðu Bjarna í sömu mynt Í þann mund sem Bjarni lét þessi orð falla komu þær Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir að ræðupúltinu þar sem Bjarni stóð og flutti ræðu sína og lögðu pappíra og bönkuðu með hnefanum í pontuna, sem Katrín hafði örfáum mínútum áður talið tilefni til að kalla fjármálaráðherra „helvítis dóna.“ Vegna þessa sagði fjármálaráðherra, sem enn stóð í pontu: „Háttvirtir þingmenn sem eru að biðja um að menn sýni háttvísi hérna í salnum ættu þá að gera slíkt hið sama sjálfir.“ Tengdar fréttir „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Hann leyfði sér það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér og ég ætlast til þess að forseti minn líði ekki slíkt hér í þingsal,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir vegna ummæla Bjarna Benediktssonar sem bað Katrínu Júlíusdóttur um að „róa sig“ eftir að hún hafði kallað hann „helvítis dóna.“ Mörg stór orð hafa verið látin falla á Alþingi í dag. Skömmu áður en Sigríður Ingibjörg sakaði Bjarna um kvenfyrirlitningu hafði Katrín Júlíusdóttir sagt fjármálaráðherra vera „helvítis dóna,“ í lok ræðu sinnar um fundarstjórn á þinginu í dag. Í kjölfar ummæla Katrínar sagði fjármálaráðherra: „Hér fyrir nokkrum ræðum stóð háttvirtur þingmaður Katrín Júlíusdóttir og sagði að það væru engin mál á dagskránni. Af því tilefni fannst mér sjálfsagt að leggja hér í ræðustól dagskrá þingsins en það eru 25 mál á dagskrá Alþingis í dag.“ „Ég hvorki kastaði neinum pappírum í háttvirtan þingmann, eins og síðan hefur verið sagt, eða réðist á hana eða truflaði með nokkrum hætti, ég bara lagði hérna í pontu dagskrá Alþingis,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þetta er dagskráin. Af því tilefni tók ég eftir því að þingmaður hreytti síðan eftir ræðuna í mig ókvæðisorðum. Það er allt í lagi og má alveg vera þannig.“Svöruðu Bjarna í sömu mynt Í þann mund sem Bjarni lét þessi orð falla komu þær Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir að ræðupúltinu þar sem Bjarni stóð og flutti ræðu sína og lögðu pappíra og bönkuðu með hnefanum í pontuna, sem Katrín hafði örfáum mínútum áður talið tilefni til að kalla fjármálaráðherra „helvítis dóna.“ Vegna þessa sagði fjármálaráðherra, sem enn stóð í pontu: „Háttvirtir þingmenn sem eru að biðja um að menn sýni háttvísi hérna í salnum ættu þá að gera slíkt hið sama sjálfir.“
Tengdar fréttir „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52