„Ekki bera neinn saman við Michael Jordan“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. febrúar 2014 10:06 Horace Grant, hér lengst til hægri, ásamt Michael Jordan og John Paxson. „Ekki bera neinn saman við Michael Jordan," var meðal þess sem Horace Grant sagði í viðtali við íþróttafréttamanninn Bill Simmons í þættinum BS Report í gær. Grant fór yfir 17 ára feril sinn í viðtalinu. Hann lék með Michael Jordan og Scottie Pippen hjá Chicago Bulls og vann með þeim þrjá meistaratitla; 1991, '92 og '93. Hann flutti sig þá yfir til Orlando Magic og lék með hinu magnaða tvíeyki Shaquille O'Neal og Anfernee „Penny“ Hardaway. Það lið komst í úrslit 1995 en tapaði gegn Houston Rockets. Grant lék aftur með Shaq, hjá Los Angeles Lakers, tímabilið 2000 - 2001. Þar lék hann einnig með Kobe Bryant. Horace Grant sagði að ekki væri hægt að bera neinn saman við Jordan. Hann væri einfaldlega bestur. „Ekkert lið gat sigrað Chicago Bulls þegar Jordan var í sínu besta formi. Með fullri virðingu fyrir öllum, enginn hefði getað sigrað hann. Hann fann alltaf leið til þess að vinna leiki," útskýrði Grant. Grant sagði frá stemningunni inni í klefa Bulls eftir frægt atvik þegar Scottie Pippen neitaði að fara inn á völlinn á lokasekúndum leiks gegn New York Knicks, eftir að Phil Jackson, þjálfari liðsins, fyrirskipaði Toni Kukoc að taka síðasta skot leiksins. „Bill Cartwright lét Pippen heyra það. Þegar Pippen sá mann eins og Cartwright, með tárin í augunum, rann upp fyrir honum hversu mikil mistök hann hafði gert. En við fyrirgáfum honum," útskýrði Grant. Hann sagði einnig að Bulls-liðið hefði væntanlega unnið níu titla ef því hefði verið haldið saman á 10. áratugnum. Hann sagði einnig að stór egó hafi eyðilegt flest liðin sem hann hafi spilað í. „Þetta snerist of mikið um hver fékk að leggja í bestu bílastæðin og hver fékk bestu auglýsingasamningana, þetta var ótrúlegt." Hér að neðan má sjá helstu tilþrif Horace Grant og hlusta í leiðinni á Hip-hop tónlist frá 10. áratugnum. NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
„Ekki bera neinn saman við Michael Jordan," var meðal þess sem Horace Grant sagði í viðtali við íþróttafréttamanninn Bill Simmons í þættinum BS Report í gær. Grant fór yfir 17 ára feril sinn í viðtalinu. Hann lék með Michael Jordan og Scottie Pippen hjá Chicago Bulls og vann með þeim þrjá meistaratitla; 1991, '92 og '93. Hann flutti sig þá yfir til Orlando Magic og lék með hinu magnaða tvíeyki Shaquille O'Neal og Anfernee „Penny“ Hardaway. Það lið komst í úrslit 1995 en tapaði gegn Houston Rockets. Grant lék aftur með Shaq, hjá Los Angeles Lakers, tímabilið 2000 - 2001. Þar lék hann einnig með Kobe Bryant. Horace Grant sagði að ekki væri hægt að bera neinn saman við Jordan. Hann væri einfaldlega bestur. „Ekkert lið gat sigrað Chicago Bulls þegar Jordan var í sínu besta formi. Með fullri virðingu fyrir öllum, enginn hefði getað sigrað hann. Hann fann alltaf leið til þess að vinna leiki," útskýrði Grant. Grant sagði frá stemningunni inni í klefa Bulls eftir frægt atvik þegar Scottie Pippen neitaði að fara inn á völlinn á lokasekúndum leiks gegn New York Knicks, eftir að Phil Jackson, þjálfari liðsins, fyrirskipaði Toni Kukoc að taka síðasta skot leiksins. „Bill Cartwright lét Pippen heyra það. Þegar Pippen sá mann eins og Cartwright, með tárin í augunum, rann upp fyrir honum hversu mikil mistök hann hafði gert. En við fyrirgáfum honum," útskýrði Grant. Hann sagði einnig að Bulls-liðið hefði væntanlega unnið níu titla ef því hefði verið haldið saman á 10. áratugnum. Hann sagði einnig að stór egó hafi eyðilegt flest liðin sem hann hafi spilað í. „Þetta snerist of mikið um hver fékk að leggja í bestu bílastæðin og hver fékk bestu auglýsingasamningana, þetta var ótrúlegt." Hér að neðan má sjá helstu tilþrif Horace Grant og hlusta í leiðinni á Hip-hop tónlist frá 10. áratugnum.
NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira