Vöntun á alþjóðasinnuðum og frjálslyndum miðhægriflokki Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2014 10:06 Benedikt mun ekki mæta á hádegisfund sjálfstæðismanna í Valhöll. Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur er einn þeirra Evrópusinnuðu Sjálfstæðismanna sem telja sig illa svikinn eftir að þingsályktunartillaga stjórnarinnar, sem gengur út á að slíta alfarið aðildarviðræðum við Evrópusambandið, leit dagsins ljós. Sú spurning er uppi nú hvort hugsanlegt sé að Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn kljúfi sig frá flokknum og stofni nýja hægrisinnaðan og frjálslyndan flokk. Benedikt, sem starfar hjá útgáfufyrirtækinu Heimur, kemur inn á þennan möguleika í nýrri grein sem hann birtir á heimasíðu fyrirtækisins: „Allmargir hafa skrifað mér eða haft samband við mig með öðrum hætti að undanförnu. Sumir voru í hópi þeirra 4.000 einstöku manna sem voru á Austurvelli í dag. Skilaboðin eru flest lík þessum:„Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið mig með óskiljanlegri, óskynsamlegri og óupplýstri ákvörðun og sviknum loforðum. Það vantar sárlega frjálslyndan, víðsýnan og alþjóðasinnaðan miðhægriflokk.“ Ég hef svarað með þeim hætti að flokkar séu oftast stofnaðir á Íslandi utan um ákveðna menn. Það hugnast mér ekki, því að flokkar eiga að vera um málefni, þeir eiga að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og stuðla að því að sömu reglur gildi um alla. Meðan það eru bara einstakir menn sem eru sama sinnis er tómt mál að tala um slíkt. Hins vegar syngja Íslendingar oft á góðri stundu:Fuglene flyver i flok når de er mange nok. Það er nokkuð til í því.“ Benedikt segir, í samtali við Vísi, að hann hafi úttalað sig um þennan möguleika í bili, með vísan til greinarinnar, „í bili“. Hann fór í gær til að mótmæla áformum um viðræðuslit og hitti þar fyrir marga sem eru sama sinnis og hann, sem sjaldséðir hafa verið fram til þessa við mótmælastöður. „Ég verð að játa að ég er svo lítill mótmælandi að ég veit það ekki, en ég gæti giskað á það.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar í Valhöll í hádeginu, þar sem afstaða Sjálfstæðismanna til aðildarviðræðna verður til umræðu. Benedikt reiknar ekki með því að mæta og reiknar með því, spurður, að um samstöðufund sé að ræða. Hann hyggst ekki nota tækifærið til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þetta er ávarp formanns fyrst og fremst – þessi fundur. Fundur sem er með annað yfirbragð. Og ég hef gefið það út áður að markmið mitt í þessu er að koma mínum sjónarmiðum á framfæri en ekki skemma fyrir einhverjum öðrum. Þetta er sá vettvangur sem menn velja og sjálfsagt að þeir hafi hann.“ ESB-málið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur er einn þeirra Evrópusinnuðu Sjálfstæðismanna sem telja sig illa svikinn eftir að þingsályktunartillaga stjórnarinnar, sem gengur út á að slíta alfarið aðildarviðræðum við Evrópusambandið, leit dagsins ljós. Sú spurning er uppi nú hvort hugsanlegt sé að Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn kljúfi sig frá flokknum og stofni nýja hægrisinnaðan og frjálslyndan flokk. Benedikt, sem starfar hjá útgáfufyrirtækinu Heimur, kemur inn á þennan möguleika í nýrri grein sem hann birtir á heimasíðu fyrirtækisins: „Allmargir hafa skrifað mér eða haft samband við mig með öðrum hætti að undanförnu. Sumir voru í hópi þeirra 4.000 einstöku manna sem voru á Austurvelli í dag. Skilaboðin eru flest lík þessum:„Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið mig með óskiljanlegri, óskynsamlegri og óupplýstri ákvörðun og sviknum loforðum. Það vantar sárlega frjálslyndan, víðsýnan og alþjóðasinnaðan miðhægriflokk.“ Ég hef svarað með þeim hætti að flokkar séu oftast stofnaðir á Íslandi utan um ákveðna menn. Það hugnast mér ekki, því að flokkar eiga að vera um málefni, þeir eiga að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og stuðla að því að sömu reglur gildi um alla. Meðan það eru bara einstakir menn sem eru sama sinnis er tómt mál að tala um slíkt. Hins vegar syngja Íslendingar oft á góðri stundu:Fuglene flyver i flok når de er mange nok. Það er nokkuð til í því.“ Benedikt segir, í samtali við Vísi, að hann hafi úttalað sig um þennan möguleika í bili, með vísan til greinarinnar, „í bili“. Hann fór í gær til að mótmæla áformum um viðræðuslit og hitti þar fyrir marga sem eru sama sinnis og hann, sem sjaldséðir hafa verið fram til þessa við mótmælastöður. „Ég verð að játa að ég er svo lítill mótmælandi að ég veit það ekki, en ég gæti giskað á það.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar í Valhöll í hádeginu, þar sem afstaða Sjálfstæðismanna til aðildarviðræðna verður til umræðu. Benedikt reiknar ekki með því að mæta og reiknar með því, spurður, að um samstöðufund sé að ræða. Hann hyggst ekki nota tækifærið til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þetta er ávarp formanns fyrst og fremst – þessi fundur. Fundur sem er með annað yfirbragð. Og ég hef gefið það út áður að markmið mitt í þessu er að koma mínum sjónarmiðum á framfæri en ekki skemma fyrir einhverjum öðrum. Þetta er sá vettvangur sem menn velja og sjálfsagt að þeir hafi hann.“
ESB-málið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira