Merkasti áfangi í sjálfstæðismálum frá lýðveldisstofnun Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. febrúar 2014 08:40 „Samþykkt ríkisstjórnar Íslands sl. föstudag þess efnis að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er líklega merkasti áfangi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun,“ segir Hjörleifur Guttormsson fyrrum þingmaður og iðnaðarráðherra, í grein í Morgunblaðinu í dag. Hann telur líklegt að þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs samþykki þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar sem felur meðal annars í sér að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Hjörleifur segir að aðildarumsóknin hafi „hvílt eins og mara á þjóðinni í rösk fjögur ár“ og heldur áfram: „Meirihlutinn fyrir þeirri samþykkt var illa fenginn eins og berlega kom fram við afgreiðslu málsins á Alþingi og forsendurnar harla óljósar.“ Hjörleifur gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem stjórnarflokkarnir hafa fengið, fyrir að efna ekki kosningaloforð sín um þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þingsályktunartillagan um að draga aðildarumsóknina til baka er því rökrétt framhald af síðustu alþingiskosningum og stjórnarsáttmála flokkanna og kveður á um að ekki skuli sótt um aðild á ný nema skýr vilji kjósenda þar að lútandi liggi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Hjörleifur gagnrýnir málflutning Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Hann segir ennfremur að tími sé kominn til þess að endurskoða EES samninginn. Hann telur einnig að tími sé kominn til þess að endurskoða samskipti Íslendinga við aðrar þjóðir. „Sjálfstæðisbaráttu lítillar þjóða lýkur aldrei og í því efni þarf hver kynslóð að svaa kalli. Ákvörðun um að slíta aðildarviðræðum við ESB skapar Íslendingum kærkomið andrúm til að hugsa sinn gang í samskiptum við aðrar þjóðir.“ ESB-málið Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Samþykkt ríkisstjórnar Íslands sl. föstudag þess efnis að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er líklega merkasti áfangi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun,“ segir Hjörleifur Guttormsson fyrrum þingmaður og iðnaðarráðherra, í grein í Morgunblaðinu í dag. Hann telur líklegt að þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs samþykki þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar sem felur meðal annars í sér að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Hjörleifur segir að aðildarumsóknin hafi „hvílt eins og mara á þjóðinni í rösk fjögur ár“ og heldur áfram: „Meirihlutinn fyrir þeirri samþykkt var illa fenginn eins og berlega kom fram við afgreiðslu málsins á Alþingi og forsendurnar harla óljósar.“ Hjörleifur gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem stjórnarflokkarnir hafa fengið, fyrir að efna ekki kosningaloforð sín um þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þingsályktunartillagan um að draga aðildarumsóknina til baka er því rökrétt framhald af síðustu alþingiskosningum og stjórnarsáttmála flokkanna og kveður á um að ekki skuli sótt um aðild á ný nema skýr vilji kjósenda þar að lútandi liggi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Hjörleifur gagnrýnir málflutning Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Hann segir ennfremur að tími sé kominn til þess að endurskoða EES samninginn. Hann telur einnig að tími sé kominn til þess að endurskoða samskipti Íslendinga við aðrar þjóðir. „Sjálfstæðisbaráttu lítillar þjóða lýkur aldrei og í því efni þarf hver kynslóð að svaa kalli. Ákvörðun um að slíta aðildarviðræðum við ESB skapar Íslendingum kærkomið andrúm til að hugsa sinn gang í samskiptum við aðrar þjóðir.“
ESB-málið Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira