„Það býr ákveðið villidýr í mannskepnunni“ Hrund Þórsdóttir skrifar 23. febrúar 2014 19:45 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, ætlar að beita sér af fullum krafti til að afglæpavæða fíkniefni og segir að á endanum verði þau jafnvel lögleidd hér á landi. Hann ætlar að setja saman starfshóp til að fylgja málinu eftir. Hann var afdráttarlaus í svörum í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Þú hallast að afglæpavæðingu? „Já já, ég skal viðurkenna það að rökin með henni finnst mér vega mjög þungt,“ sagði Kristján. Hann sagði fíkniefnaneytendur fórnarlömb átaka sem löggæslan héldi uppi gegn undirheimunum og að ekki ætti að líta á neytendur sem glæpamenn, heldur sjúklinga. Hann sagði að á endanum yrðu fíkniefni hugsanlega lögleidd en að þjóðin væri ekki reiðubúin í það og hann væri ekki fylgjandi því á þessari stundu. Markmiðið væri ekki að auka skatttekjur ríkisins. „Ég fer í þetta mál fyrst og fremst til að reyna að ná betri árangri og forða fleirum frá því að lenda í klóm þessa heims.“ Kristján sagði næsta skref að setja saman starfshóp og hafa samráð við hagsmunaaðila. Hann sagði málið fá góðar undirtektir í þingflokki Sjálfstæðisflokksins „Eðlilega eru skiptar skoðanir um hversu langt eigi að ganga og hversu hratt eigi að fara en í grunninn get ég sagt að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er mjög áfram um að ná betri árangri í þessum málaflokki en verið hefur.“ Hann sagði loks að mannlegu eðli yrði ekki breytt með lögum. „Þetta bara er einhver fjandinn í okkur og ekki bara í Íslendingum, það býr ákveðið villidýr í mannskepnunni,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Mín skoðun í heild sinni. Mín skoðun Tengdar fréttir „Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54 Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00 Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43 Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum. 17. febrúar 2014 11:01 Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. 14. febrúar 2014 13:26 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, ætlar að beita sér af fullum krafti til að afglæpavæða fíkniefni og segir að á endanum verði þau jafnvel lögleidd hér á landi. Hann ætlar að setja saman starfshóp til að fylgja málinu eftir. Hann var afdráttarlaus í svörum í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Þú hallast að afglæpavæðingu? „Já já, ég skal viðurkenna það að rökin með henni finnst mér vega mjög þungt,“ sagði Kristján. Hann sagði fíkniefnaneytendur fórnarlömb átaka sem löggæslan héldi uppi gegn undirheimunum og að ekki ætti að líta á neytendur sem glæpamenn, heldur sjúklinga. Hann sagði að á endanum yrðu fíkniefni hugsanlega lögleidd en að þjóðin væri ekki reiðubúin í það og hann væri ekki fylgjandi því á þessari stundu. Markmiðið væri ekki að auka skatttekjur ríkisins. „Ég fer í þetta mál fyrst og fremst til að reyna að ná betri árangri og forða fleirum frá því að lenda í klóm þessa heims.“ Kristján sagði næsta skref að setja saman starfshóp og hafa samráð við hagsmunaaðila. Hann sagði málið fá góðar undirtektir í þingflokki Sjálfstæðisflokksins „Eðlilega eru skiptar skoðanir um hversu langt eigi að ganga og hversu hratt eigi að fara en í grunninn get ég sagt að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er mjög áfram um að ná betri árangri í þessum málaflokki en verið hefur.“ Hann sagði loks að mannlegu eðli yrði ekki breytt með lögum. „Þetta bara er einhver fjandinn í okkur og ekki bara í Íslendingum, það býr ákveðið villidýr í mannskepnunni,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Mín skoðun í heild sinni.
Mín skoðun Tengdar fréttir „Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54 Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00 Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43 Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum. 17. febrúar 2014 11:01 Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. 14. febrúar 2014 13:26 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54
Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00
Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43
Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum. 17. febrúar 2014 11:01
Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. 14. febrúar 2014 13:26
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent