„Það býr ákveðið villidýr í mannskepnunni“ Hrund Þórsdóttir skrifar 23. febrúar 2014 19:45 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, ætlar að beita sér af fullum krafti til að afglæpavæða fíkniefni og segir að á endanum verði þau jafnvel lögleidd hér á landi. Hann ætlar að setja saman starfshóp til að fylgja málinu eftir. Hann var afdráttarlaus í svörum í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Þú hallast að afglæpavæðingu? „Já já, ég skal viðurkenna það að rökin með henni finnst mér vega mjög þungt,“ sagði Kristján. Hann sagði fíkniefnaneytendur fórnarlömb átaka sem löggæslan héldi uppi gegn undirheimunum og að ekki ætti að líta á neytendur sem glæpamenn, heldur sjúklinga. Hann sagði að á endanum yrðu fíkniefni hugsanlega lögleidd en að þjóðin væri ekki reiðubúin í það og hann væri ekki fylgjandi því á þessari stundu. Markmiðið væri ekki að auka skatttekjur ríkisins. „Ég fer í þetta mál fyrst og fremst til að reyna að ná betri árangri og forða fleirum frá því að lenda í klóm þessa heims.“ Kristján sagði næsta skref að setja saman starfshóp og hafa samráð við hagsmunaaðila. Hann sagði málið fá góðar undirtektir í þingflokki Sjálfstæðisflokksins „Eðlilega eru skiptar skoðanir um hversu langt eigi að ganga og hversu hratt eigi að fara en í grunninn get ég sagt að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er mjög áfram um að ná betri árangri í þessum málaflokki en verið hefur.“ Hann sagði loks að mannlegu eðli yrði ekki breytt með lögum. „Þetta bara er einhver fjandinn í okkur og ekki bara í Íslendingum, það býr ákveðið villidýr í mannskepnunni,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Mín skoðun í heild sinni. Mín skoðun Tengdar fréttir „Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54 Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00 Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43 Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum. 17. febrúar 2014 11:01 Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. 14. febrúar 2014 13:26 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, ætlar að beita sér af fullum krafti til að afglæpavæða fíkniefni og segir að á endanum verði þau jafnvel lögleidd hér á landi. Hann ætlar að setja saman starfshóp til að fylgja málinu eftir. Hann var afdráttarlaus í svörum í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Þú hallast að afglæpavæðingu? „Já já, ég skal viðurkenna það að rökin með henni finnst mér vega mjög þungt,“ sagði Kristján. Hann sagði fíkniefnaneytendur fórnarlömb átaka sem löggæslan héldi uppi gegn undirheimunum og að ekki ætti að líta á neytendur sem glæpamenn, heldur sjúklinga. Hann sagði að á endanum yrðu fíkniefni hugsanlega lögleidd en að þjóðin væri ekki reiðubúin í það og hann væri ekki fylgjandi því á þessari stundu. Markmiðið væri ekki að auka skatttekjur ríkisins. „Ég fer í þetta mál fyrst og fremst til að reyna að ná betri árangri og forða fleirum frá því að lenda í klóm þessa heims.“ Kristján sagði næsta skref að setja saman starfshóp og hafa samráð við hagsmunaaðila. Hann sagði málið fá góðar undirtektir í þingflokki Sjálfstæðisflokksins „Eðlilega eru skiptar skoðanir um hversu langt eigi að ganga og hversu hratt eigi að fara en í grunninn get ég sagt að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er mjög áfram um að ná betri árangri í þessum málaflokki en verið hefur.“ Hann sagði loks að mannlegu eðli yrði ekki breytt með lögum. „Þetta bara er einhver fjandinn í okkur og ekki bara í Íslendingum, það býr ákveðið villidýr í mannskepnunni,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Mín skoðun í heild sinni.
Mín skoðun Tengdar fréttir „Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54 Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00 Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43 Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum. 17. febrúar 2014 11:01 Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. 14. febrúar 2014 13:26 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54
Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00
Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43
Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum. 17. febrúar 2014 11:01
Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. 14. febrúar 2014 13:26