Keppt er í krullu í fimmta skipti á Vetrarólympíuleikum en hún hafði fyrir leikana í Naganó 1998 nokkrum sinnum verið sýningaríþrótt.
Þar sem Bretar eiga möguleika á gullverðlaunum í dag tóku fréttamenn BBC saman tíu athyglisverðar staðreyndir um krullu og sögu íþróttarinnar. Þær fylgja hér að neðan.

2. Á meðal þeirra stórstjarna í heiminum sem stunda krullu er Óskarsverðlaunaleikarinn George Clooney. Hann varð ástfanginn af sportinu þegar hann kynntist því við tökur á kvikmyndinni Perfect Storm í Kanada árið 2000. Rokkarinn Bruce Springsteen er líka mikill aðdáandi krullu og tekur leik við og við þegar hann er á hljómleikaferðalagi með E Street Gang.

4. Krulla hefur komið við sögu í mörgum sjónvarpsþáttum og bíómyndum. Meðal annars Bítlamyndinni Help!
5. Í skotlandi var krulla leikin utandyra á frosnum vötnum og tjörnum þar til fyrst var spilað innanhúss á 20. öldinni. Þrátt fyrir það halda sumir Skota í hefðirnar og spila utandyra.

7. Helsta framlag Englendinga til krullu er að finna upp á gerviísinn. Árið 1877 opnaði skautavell í Manchester og í mars sama ár fór þar fram fyrsti krulluleikurinn á gerviís. Skautavellinu var þó lokað skömmu síðar.
8. Árið 2008 gekk bandaríska sjónvarpsstöðin NBC frá samningi sem fól í sér að sýna 10 þætti af raunveruleikaþættinum Rockstar Curling. Stefnt var að því að sigurvegarnir fengu tækifæri til að keppa á bandaríska meistaramótinu og jafnvel fara á Vetrarólympíuleikana í Vancouver árið 2010. Þetta var einskonar Idol-keppni nema í krullu. Þættirnir fóru aldrei í framleiðslu.

10. Heiðarleg og drengileg framkoma er stór hluti af íþróttinni. Keppendur eiga að hrósa andstæðingnum fyrir góð skot og aldrei má fagna ef andstæðingurinn gerir mistök. Vanalega á tapliðið að bjóða sigurliðinu upp á drykk eftir leik. Það er þó ekki skylda á Vetrarólympíuleikunum.