Það er Reuters-fréttastofan sem greinir frá því, en tölur af mannfalli eru mjög á reiki. Fréttastofa CNN hefur eftir úkraínskum fjölmiðlum að meira en hundrað manns séu látnir eftir átökin í dag. BBC segir tölu látinna á milli 21 og 27 og er í raun ómögulegt að segja til um hversu margir hafa fallið á þessum blóðugasta degi frá því mótmælin hófust í nóvember.
Yfirvöld í Úkraínu hafa ekki sent frá sér upplýsingar um fjölda látinna en sést hefur til leyniskyttna skjóta á mótmælendur á Sjálfstæðistorginu. Þessar leyniskyttur segir Viktor Janúkovítsj, forseti landsins, vera á vegum mótmælendanna, sem skjóti með skipulögðum hætti á lögreglumenn.