Körfubolti

Spilar Westbrook á ný með OKC á móti Miami Heat í kvöld?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Russell Westbrook.
Russell Westbrook. Vísir/Getty
Russell Westbrook, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, snýr mögulega aftur í kvöld þegar Oklahoma City Thunder, liðið með besta árangurinn í NBA-deildinni, mætir NBA-meisturum Miami Heat í áhugaverðum leik.

Miami Heat liðið átti í miklum vandræðum með Oklahoma City Thunder þegar liðin mættust síðast en Kevin Durant leiddi þá sína menn til sigurs á heimavelli meistara Heat þrátt fyrir að liðið lenti 18 stigum undir í byrjun.

Í kvöld er Oklahoma City Thunder á heimavelli og mögulega búið að endurheimta eina stærstu stjörnu liðsins. Westbrook hefur ekki verið með í síðustu 27 leikjum eða síðan að hann meiddist á hné 27. desember.

„Þetta er eins og fá stjörnuleikmann á síðasta degi félagsskiptagluggans. Okkur hlakkar mikið til og erum svo sannarlega spenntir að fá hann til baka," sagði Kevin Durant sem sjálfur hefur verið stórkostlegur í fjarveru Westbrook.

Russell Westbrook komst í gegnum sína fyrstu heilu æfingu í gær en þessi mikli íþróttamaður mun án vafa gera mjög gott lið enn betra. Westbrook er með 21,3 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst að meðaltali í þeim 25 leikjum sem hann hefur spilað með OKC á þessu tímabili.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×