Ívar: Ekki boðleg aðstaða hérna á Ásvöllum Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2014 22:15 Ívar Ásgrímsson vill að bærinn hjálpi félaginu. Vísir/Valli Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, horfði upp á fjögurra leikja sigurgöngu liðsins í Dominos-deild karla í körfubolta enda í kvöld þegar liðið tapaði á heimavelli, 80-66, fyrir Þór Þorlákshöfn. Með sigrinum jöfnuðu Þórsarar Hauka að stigum í baráttunni um fimmta sæti deildarinnar en Haukar halda því þó á betri árangri í innbyrðis viðureignum. Ívari var ekki skemmt í leikslok og kvartaði sáran undan aðstöðunni á Ásvöllum í samtali við Anton Inga Leifsson, blaðamann Vísis á vellinum. „Við erum bara í vandræðum hérna á Ásvöllum. Við missum þrjár æfingar í þessari viku og ef við ætlum að vera í úrvalsdeildinni og gera einhverja hluti þá er þetta ekki boðleg aðstaða fyrir okkur hérna á Ásvöllum,“ sagði hann. „Það eru þrír leikir í viku hjá okkur því við erum eina liðið með Val sem er með meistaraflokka karla og kvenna í handbolta og körfubolta í efstu deild. Það eru stöðugir leikir og við höfum ekkert annað íþróttahús til að fara í. Við missum og missum æfingar trekk í trekk og það er að hafa áhrif á okkur.“ Aðspurður hvort hann væri að kalla eftir meiri stuðningi frá bænum sagði Ívar að svo væri. „Alveg hiklaust. Við erum búnir að fara fram á að fá nýtt körfuboltahús sem á að vera tilbúið næsta vetur. Það á að taka það fyrir í bæjarstjórninni í vikunni en miðað við hvernig þetta er í dag þá er þetta ekki boðlegt!“ sagði Ívar Ásgrímsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór 66-80 | Þór upp að hlið Hauka Þór Þorlákshöfn jafnaði Hauka að stigum eftir afar mikilvægan sigur að Ásvöllum í kvöld, 66-80. Ekki var mikið um skor, en afar mikilvægur sigur fyrir gestina sem fóru með sigrinum upp að hlið Hauka í fimmta til sjötta sætinu. 7. mars 2014 11:19 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, horfði upp á fjögurra leikja sigurgöngu liðsins í Dominos-deild karla í körfubolta enda í kvöld þegar liðið tapaði á heimavelli, 80-66, fyrir Þór Þorlákshöfn. Með sigrinum jöfnuðu Þórsarar Hauka að stigum í baráttunni um fimmta sæti deildarinnar en Haukar halda því þó á betri árangri í innbyrðis viðureignum. Ívari var ekki skemmt í leikslok og kvartaði sáran undan aðstöðunni á Ásvöllum í samtali við Anton Inga Leifsson, blaðamann Vísis á vellinum. „Við erum bara í vandræðum hérna á Ásvöllum. Við missum þrjár æfingar í þessari viku og ef við ætlum að vera í úrvalsdeildinni og gera einhverja hluti þá er þetta ekki boðleg aðstaða fyrir okkur hérna á Ásvöllum,“ sagði hann. „Það eru þrír leikir í viku hjá okkur því við erum eina liðið með Val sem er með meistaraflokka karla og kvenna í handbolta og körfubolta í efstu deild. Það eru stöðugir leikir og við höfum ekkert annað íþróttahús til að fara í. Við missum og missum æfingar trekk í trekk og það er að hafa áhrif á okkur.“ Aðspurður hvort hann væri að kalla eftir meiri stuðningi frá bænum sagði Ívar að svo væri. „Alveg hiklaust. Við erum búnir að fara fram á að fá nýtt körfuboltahús sem á að vera tilbúið næsta vetur. Það á að taka það fyrir í bæjarstjórninni í vikunni en miðað við hvernig þetta er í dag þá er þetta ekki boðlegt!“ sagði Ívar Ásgrímsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór 66-80 | Þór upp að hlið Hauka Þór Þorlákshöfn jafnaði Hauka að stigum eftir afar mikilvægan sigur að Ásvöllum í kvöld, 66-80. Ekki var mikið um skor, en afar mikilvægur sigur fyrir gestina sem fóru með sigrinum upp að hlið Hauka í fimmta til sjötta sætinu. 7. mars 2014 11:19 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór 66-80 | Þór upp að hlið Hauka Þór Þorlákshöfn jafnaði Hauka að stigum eftir afar mikilvægan sigur að Ásvöllum í kvöld, 66-80. Ekki var mikið um skor, en afar mikilvægur sigur fyrir gestina sem fóru með sigrinum upp að hlið Hauka í fimmta til sjötta sætinu. 7. mars 2014 11:19