Það virðist vera alveg sama hvað LeBron James gerir. Hann getur aldrei glatt alla. Nú síðast skoraði hann 61 stig í leik og ekki voru allir sérstaklega hrifnir af því.
NBA-goðsögnin Dominique Wilkins var ekkert brjálæðislega hrifin af því er James sló sitt eigið stigamet.
"Hann var vissulega heitur en við skulum ekki gleyma því að hann var að spila gegn Bobcats. Liðið getur ekki spilað vörn og enginn þreytti LeBron á hinum enda vallarins," skrifaði Wilkins á Twitter.
"Skoðið myndbandið. Þessi vörn var brandari. Ég er orðinn 54 ára og ég gæti skorað 40 stig gegn þessari vörn í dag."
Ég gæti skorað 40 stig gegn Bobcats

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn