Andy Johnston, þjálfari Keflvíkinga, verður væntanlega í banni í fyrsta leik liðsins í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en hann var rekinn út úr húsi í Hólminum í gær.
Keflavík vann þá 89-84 sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í gær en Keflavíkurliðið var næstum því búið að kasta frá sér sigrinum í lokin.
Snæfell minnkaði muninn í eitt stig á lokamínútunum en Keflvíkingum tókst að landa sigrinum. Keflavík var yfir 64-47 þegar 14 mínútur voru til leiksloka en tapaði næstu 13 mínútum 19-35.
Í reglugerð KKÍ um aga- og úrskurðamál kemur fram að kæra dómara skal berast aga- og úrskurðarnefnd innan tveggja sólarhringa frá kæranlegu atviki.
Þar segir ennfremur um uppkvaðning úrskurða í agamálum og gildistöku.
„Aga- og úrskurðarnefnd skal kveða upp úrskurði á miðvikudögum. Almennt skulu öll mál sem borist hafa til skrifstofu KKÍ með sannarlegum hætti fyrir klukkan 13:00 þriðjudaginn á undan tekin fyrir. Úrskurðir nefndarinnar varðandi agamál taka almennt gildi klukkan 12:00 á hádegi næsta fimmtudag frá birtingu þeirra. Óheimilt er að taka út viðurlög í agamálum áður en úrskurðir taka gildi."
Úrslitkeppnin hefst á fimmtudaginn og Keflavík spilar þar við Stjörnuna. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í undanúrslitin.
Andy byrjar úrslitakeppnina væntanlega í banni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn


Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti
