NBA: Ekkert lát á sigurgöngum Spurs og Clippers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2014 07:15 Blake Griffin og Chris Paul. Vísir/AP Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs héldu sigurgöngum sínum áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Miami Heat vann Houston þökk sé skotsýningu Ray Allen í lokin, Dallas vann Durant og félagar í OKC og Anthony Davis var með 40/20 leik í sigri Pelíkananna.Blake Griffin var með 21 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 102-80 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta var ellefti sigurleikur Clippers-liðsins í röð. Chris Paul gaf 15 stoðsendingar og skoraði 11 af 16 stgium sínum á síðustu sex mínútunum. Clippers-liðið hefur ekki tapað síðan 21. febrúar og jafnaði með þessu metið yfir lengstu sigurgöngu tímabilsins en bæði San Antonio Spurs og Portland Trailblazers tókst að vinna ellefu leiki í röð fyrr á þessu tímabili.Manu Ginobili skoraði 21 stig þegar San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð og varð ennfremur fyrsta liðið til þess að vinna 50 leiki á tímabilinu. Spurs vann 122-104 sigur á Utah Jazz en liðið hitti úr 62,8 prósent skota sinna í leiknum. Tony Parker var með 18 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig.Ray Allen skoraði 14 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Miami Heat vann 113-104 heimasigur á Houston Rockets. LeBron James og Dwyane Wade voru báðir með 24 stig í leiknum en þetta var aðeins annar sigur Miami-liðsins í síðustu sjö leikjum. James Harden skoraði 30 stig fyrir Houston og Dwight Howard var með 21 stig og 14 fráköst í þriðja tapi Houston í röð.Anthony Davis var með 40 stig og 21 frákast þegar New Orleans Pelicans vann 121-120 sigur á Boston Celtics eftir framlengdan leik en þetta voru tvö persónuleg met hjá Davis sem er kominn í hóp bestu kraftframherja deildarinnar. Jeff Green skoraði 39 stig fyrir Boston en það dugði ekki til og liðið tapaði fjórða leik sínum í röð.Stephen Curry var með 28 af 37 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Golden State Warriors vann 113-112 sigur á Portland Trailblazers. Klay Thompson skoraði 27 stig og þar á meðal sigurkörfuna 11,1 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Golden State sem er einum og hálfum leik á eftir Portland í baráttunnum um fimmta sætið í Vesturdeildinni.Dallas Mavericks var búið að tapa sjö deildarleikjum í röð á móti Oklahoma City Thunder þegar liðið vann 109-86 sigur í leik liðanna í Oklahoma City í nótt. Shawn Marion skoraði 19 stig fyrir Dallas og Vince Carter var með 18 stig. Kevin Durant skoraði 30 stig og fór yfir 25 stig í 26. leiknum í röð en því hafði enginn náð síðan að Michael Jordan tókst það í 40 leikjum í röð tímabilið 1986 til 1987.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Milwaukee Bucks - Charlotte Bobcats 92-101 Toronto Raptors - Phoenix Suns 113-121 Miami Heat - Houston Rockets 113-104 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 121-120 (framlengt) Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 104-102 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 86-109 San Antonio Spurs - Utah Jazz 122-104 Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers - Cleveland Cavaliers 102-80Staðan í NBA-deildinni: NBA Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs héldu sigurgöngum sínum áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Miami Heat vann Houston þökk sé skotsýningu Ray Allen í lokin, Dallas vann Durant og félagar í OKC og Anthony Davis var með 40/20 leik í sigri Pelíkananna.Blake Griffin var með 21 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 102-80 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta var ellefti sigurleikur Clippers-liðsins í röð. Chris Paul gaf 15 stoðsendingar og skoraði 11 af 16 stgium sínum á síðustu sex mínútunum. Clippers-liðið hefur ekki tapað síðan 21. febrúar og jafnaði með þessu metið yfir lengstu sigurgöngu tímabilsins en bæði San Antonio Spurs og Portland Trailblazers tókst að vinna ellefu leiki í röð fyrr á þessu tímabili.Manu Ginobili skoraði 21 stig þegar San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð og varð ennfremur fyrsta liðið til þess að vinna 50 leiki á tímabilinu. Spurs vann 122-104 sigur á Utah Jazz en liðið hitti úr 62,8 prósent skota sinna í leiknum. Tony Parker var með 18 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig.Ray Allen skoraði 14 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Miami Heat vann 113-104 heimasigur á Houston Rockets. LeBron James og Dwyane Wade voru báðir með 24 stig í leiknum en þetta var aðeins annar sigur Miami-liðsins í síðustu sjö leikjum. James Harden skoraði 30 stig fyrir Houston og Dwight Howard var með 21 stig og 14 fráköst í þriðja tapi Houston í röð.Anthony Davis var með 40 stig og 21 frákast þegar New Orleans Pelicans vann 121-120 sigur á Boston Celtics eftir framlengdan leik en þetta voru tvö persónuleg met hjá Davis sem er kominn í hóp bestu kraftframherja deildarinnar. Jeff Green skoraði 39 stig fyrir Boston en það dugði ekki til og liðið tapaði fjórða leik sínum í röð.Stephen Curry var með 28 af 37 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Golden State Warriors vann 113-112 sigur á Portland Trailblazers. Klay Thompson skoraði 27 stig og þar á meðal sigurkörfuna 11,1 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Golden State sem er einum og hálfum leik á eftir Portland í baráttunnum um fimmta sætið í Vesturdeildinni.Dallas Mavericks var búið að tapa sjö deildarleikjum í röð á móti Oklahoma City Thunder þegar liðið vann 109-86 sigur í leik liðanna í Oklahoma City í nótt. Shawn Marion skoraði 19 stig fyrir Dallas og Vince Carter var með 18 stig. Kevin Durant skoraði 30 stig og fór yfir 25 stig í 26. leiknum í röð en því hafði enginn náð síðan að Michael Jordan tókst það í 40 leikjum í röð tímabilið 1986 til 1987.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Milwaukee Bucks - Charlotte Bobcats 92-101 Toronto Raptors - Phoenix Suns 113-121 Miami Heat - Houston Rockets 113-104 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 121-120 (framlengt) Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 104-102 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 86-109 San Antonio Spurs - Utah Jazz 122-104 Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers - Cleveland Cavaliers 102-80Staðan í NBA-deildinni:
NBA Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira