Kom úkraínsk til Íslands en gæti farið heim rússnesk Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2014 13:19 Vísir/AFP/Aðsend Usniie Ganiieva kom til Íslands frá heimaslóðum sínum í bænum Feodosiya á Krímskaga fyrir tveimur og hálfu ári og stundar nám hér á landi. Fjölskylda Usniie býr á Krímskaga, sem er nú stjórnað af Rússlandi, og hún reynir að tala við þau á hverjum degi. „Fyrst þegar rússneski herinn kom talaði ég við þau oft á dag. Þau gátu ekki ímyndað sér að á 21. öldinni væru skriðdrekar, herbílar og vopnaðir menn á götum bæjarins. Fólk er mjög vonsvikið og á erfitt með að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Fólk er nú þegar uppgefið og sér ekki fyrir endann á ástandinu.“ „Fjölskylda mín vill ekki að Krímskagi verði hluti af Rússlandi. Alla mína ævi hef ég verið hluti af Úkraínu og það væri undarlegt að verða allt í einu rússnesk. Að koma til Íslands úkraínsk og koma til baka rússnesk.“ Á sunnudaginn verður atkvæðagreiðsla á Krímskaga um hvort svæðið gangi inn í Rússland eða ekki. Usniie telur að flestir íbúar svæðisins muni taka þátt í kosningunum. „Ég hugsa þó að þetta sé ólögleg kosning. Það er skrítið að halda kosningar á meðan rússneskir hermenn eru í Úkraínu og svo margir eru vopnaðir á götum úti. Íbúar Krímskaga eru mjög vonsviknir vegna þessa.“Mikill fjöldi íbúa hliðhollur Rússlandi Varðandi mögulega niðurstöðu kosninganna segir Usniie: „Í síðustu viku hélt ég að flestir myndu kjósa Úkraínu, en núna, eftir að hafa skoðað spjallþræði stuðningsmanna Rússlands, er ég hissa á hve margir vilji að Krímskagi verði hluti af Rússlandi. Ég skil ekki hvernig fólk getur hugsað slíkt,“ segir Usniie. „Sumir eru mjög ánægðir með veru hermannanna á Krímskaga.“Til átaka kom á milli mótmælendahópa í Dónetsk í austurhluta Úkraínu í gær og létust þrír mótmælendur.Vísir/AFPÍ gærkvöldi létust mótmælendur í átökum á milli stuðningsmanna Rússlands og stuðningsmanna Úkraínu. „Ég gat ekki ímyndað mér að það sem gerðist í gærkvöldi gæti gerst. Í borginni Dónetsk í austur Úkraínu, héldu stuðningsmenn Úkraínu annars vegar og Rússlands hins vegar mótmælafundi. Stuðningsmenn Rússlands réðust á stuðningsmenn Úkraínu og þrír létust og tíu manns fóru á spítala.“ „Þetta áttu að vera friðsamleg mótmæli, en fólk er svo reitt og ég skil ekki af hverju,“ segir Usniie.Sjónvarpsstöðvum lokað Usniie segir ennfremur að fjölmiðlar á svæðinu gefi mjög misvísandi myndir af ástandinu á Krímskaga. „Þetta er eins og leikur. Ef þú horfir á fréttir frá Rússlandi, hugsar þú að þar sé allt í sóma og Pútín sé svo góður forseti að við verðum að vera hluti af Rússlandi. Ef þú horfir á úkraínskar fréttir færðu líklega rétta mynd af ástandinu.“ „Rússneskir hermenn lokuðu flestum sjónvarpsstöðvunum á Krímskaga. Fólk fær næstum engar hefðbundnar fréttir. Tvær sjónvarpsstöðvar virka og internetið, en lokað var fyrir aðgang að því í hlutum Krímskaga í þrjá daga. Í bæ foreldra minna er útgöngubann og enginn má vera á götum úti eftir klukkan níu á kvöldin.“ Usniie telur að Rússar muni ekki láta staðar numið við Krímskaga og muni einnig reyna að innlima austuhluta Úkraínu. „Mér finnst ekki rétt af Pútín að ráðast svona á okkur þegar Úkraína er svo veikburða eftir átök síðustu mánaða. Ef hann hefði bara spurt, eru sumir sem vilja að Krímskagi gangi inn í Rússland. Ekki núna, þó þegar svo mikil vandamál eru í landinu. Ég held einnig að hann vilji ekki bara taka Krímskaga heldur einnig austurhluta Úkraínu.“ Í austurhluta Úkraínu er stór hluti íbúa hlihollur Rússlandi. Usniie segir þó gífurlegan mun vera á milli íbúa austurhluta landsins og vesturhlutans. „Vonandi leysist úr þessu fljótlega,“ segir Usniie að lokum. Úkraína Tengdar fréttir Obama heitir Úkraínumönnum stuðningi Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti settum forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ástandið á Krímskaga var að sjálfsögðu til umfjöllunar og hét Obama því að standa með Úkraínu í deilum þeirra við Rússa. 13. mars 2014 08:27 Kerry og Lavrov funda vegna Úkraínu Að minnsta kosti tíu þúsund rússneskir hermenn taka nú þátt í heræfingum skammt frá landamærum Úkraínu. 14. mars 2014 11:14 Kjósa um að slíta tengsl við Úkraínu Atkvæðagreiðsla verður haldin á Krímskaga sextánda mars þar sem íbúar geta kosið um hvort þeir vilja slíta tengslum sínum við Úkraínu og sameinast Rússlandi. 7. mars 2014 07:00 Lögleysa hjá öfgahópum Utanríkisráðuneyti Rússlands segir að lögleysa ríki á meðal hægriöfgasinna í austurhluta Úkraínu. 11. mars 2014 07:00 Rússar notfæra sér stöðu Úkraínu Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það geta haft miklar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar fyrir Rússa ef þeir vilja ekki ganga "til samningaviðræðna sem skila árangri“ vegna ástandsins í Úkraínu. 14. mars 2014 07:00 Rússar hefja heræfingar skammt frá landamærum Úkraínu Um átta þúsund hermenn taka þátt í æfingunum. 13. mars 2014 16:36 Bandaríkjamenn varaðir við að samþykkja refsiaðgerðir gegn Rússum Sergei Lavrov fullyrðir að viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi muni koma niður á Bandaríkjunum. 8. mars 2014 10:16 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Usniie Ganiieva kom til Íslands frá heimaslóðum sínum í bænum Feodosiya á Krímskaga fyrir tveimur og hálfu ári og stundar nám hér á landi. Fjölskylda Usniie býr á Krímskaga, sem er nú stjórnað af Rússlandi, og hún reynir að tala við þau á hverjum degi. „Fyrst þegar rússneski herinn kom talaði ég við þau oft á dag. Þau gátu ekki ímyndað sér að á 21. öldinni væru skriðdrekar, herbílar og vopnaðir menn á götum bæjarins. Fólk er mjög vonsvikið og á erfitt með að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Fólk er nú þegar uppgefið og sér ekki fyrir endann á ástandinu.“ „Fjölskylda mín vill ekki að Krímskagi verði hluti af Rússlandi. Alla mína ævi hef ég verið hluti af Úkraínu og það væri undarlegt að verða allt í einu rússnesk. Að koma til Íslands úkraínsk og koma til baka rússnesk.“ Á sunnudaginn verður atkvæðagreiðsla á Krímskaga um hvort svæðið gangi inn í Rússland eða ekki. Usniie telur að flestir íbúar svæðisins muni taka þátt í kosningunum. „Ég hugsa þó að þetta sé ólögleg kosning. Það er skrítið að halda kosningar á meðan rússneskir hermenn eru í Úkraínu og svo margir eru vopnaðir á götum úti. Íbúar Krímskaga eru mjög vonsviknir vegna þessa.“Mikill fjöldi íbúa hliðhollur Rússlandi Varðandi mögulega niðurstöðu kosninganna segir Usniie: „Í síðustu viku hélt ég að flestir myndu kjósa Úkraínu, en núna, eftir að hafa skoðað spjallþræði stuðningsmanna Rússlands, er ég hissa á hve margir vilji að Krímskagi verði hluti af Rússlandi. Ég skil ekki hvernig fólk getur hugsað slíkt,“ segir Usniie. „Sumir eru mjög ánægðir með veru hermannanna á Krímskaga.“Til átaka kom á milli mótmælendahópa í Dónetsk í austurhluta Úkraínu í gær og létust þrír mótmælendur.Vísir/AFPÍ gærkvöldi létust mótmælendur í átökum á milli stuðningsmanna Rússlands og stuðningsmanna Úkraínu. „Ég gat ekki ímyndað mér að það sem gerðist í gærkvöldi gæti gerst. Í borginni Dónetsk í austur Úkraínu, héldu stuðningsmenn Úkraínu annars vegar og Rússlands hins vegar mótmælafundi. Stuðningsmenn Rússlands réðust á stuðningsmenn Úkraínu og þrír létust og tíu manns fóru á spítala.“ „Þetta áttu að vera friðsamleg mótmæli, en fólk er svo reitt og ég skil ekki af hverju,“ segir Usniie.Sjónvarpsstöðvum lokað Usniie segir ennfremur að fjölmiðlar á svæðinu gefi mjög misvísandi myndir af ástandinu á Krímskaga. „Þetta er eins og leikur. Ef þú horfir á fréttir frá Rússlandi, hugsar þú að þar sé allt í sóma og Pútín sé svo góður forseti að við verðum að vera hluti af Rússlandi. Ef þú horfir á úkraínskar fréttir færðu líklega rétta mynd af ástandinu.“ „Rússneskir hermenn lokuðu flestum sjónvarpsstöðvunum á Krímskaga. Fólk fær næstum engar hefðbundnar fréttir. Tvær sjónvarpsstöðvar virka og internetið, en lokað var fyrir aðgang að því í hlutum Krímskaga í þrjá daga. Í bæ foreldra minna er útgöngubann og enginn má vera á götum úti eftir klukkan níu á kvöldin.“ Usniie telur að Rússar muni ekki láta staðar numið við Krímskaga og muni einnig reyna að innlima austuhluta Úkraínu. „Mér finnst ekki rétt af Pútín að ráðast svona á okkur þegar Úkraína er svo veikburða eftir átök síðustu mánaða. Ef hann hefði bara spurt, eru sumir sem vilja að Krímskagi gangi inn í Rússland. Ekki núna, þó þegar svo mikil vandamál eru í landinu. Ég held einnig að hann vilji ekki bara taka Krímskaga heldur einnig austurhluta Úkraínu.“ Í austurhluta Úkraínu er stór hluti íbúa hlihollur Rússlandi. Usniie segir þó gífurlegan mun vera á milli íbúa austurhluta landsins og vesturhlutans. „Vonandi leysist úr þessu fljótlega,“ segir Usniie að lokum.
Úkraína Tengdar fréttir Obama heitir Úkraínumönnum stuðningi Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti settum forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ástandið á Krímskaga var að sjálfsögðu til umfjöllunar og hét Obama því að standa með Úkraínu í deilum þeirra við Rússa. 13. mars 2014 08:27 Kerry og Lavrov funda vegna Úkraínu Að minnsta kosti tíu þúsund rússneskir hermenn taka nú þátt í heræfingum skammt frá landamærum Úkraínu. 14. mars 2014 11:14 Kjósa um að slíta tengsl við Úkraínu Atkvæðagreiðsla verður haldin á Krímskaga sextánda mars þar sem íbúar geta kosið um hvort þeir vilja slíta tengslum sínum við Úkraínu og sameinast Rússlandi. 7. mars 2014 07:00 Lögleysa hjá öfgahópum Utanríkisráðuneyti Rússlands segir að lögleysa ríki á meðal hægriöfgasinna í austurhluta Úkraínu. 11. mars 2014 07:00 Rússar notfæra sér stöðu Úkraínu Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það geta haft miklar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar fyrir Rússa ef þeir vilja ekki ganga "til samningaviðræðna sem skila árangri“ vegna ástandsins í Úkraínu. 14. mars 2014 07:00 Rússar hefja heræfingar skammt frá landamærum Úkraínu Um átta þúsund hermenn taka þátt í æfingunum. 13. mars 2014 16:36 Bandaríkjamenn varaðir við að samþykkja refsiaðgerðir gegn Rússum Sergei Lavrov fullyrðir að viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi muni koma niður á Bandaríkjunum. 8. mars 2014 10:16 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Obama heitir Úkraínumönnum stuðningi Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti settum forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ástandið á Krímskaga var að sjálfsögðu til umfjöllunar og hét Obama því að standa með Úkraínu í deilum þeirra við Rússa. 13. mars 2014 08:27
Kerry og Lavrov funda vegna Úkraínu Að minnsta kosti tíu þúsund rússneskir hermenn taka nú þátt í heræfingum skammt frá landamærum Úkraínu. 14. mars 2014 11:14
Kjósa um að slíta tengsl við Úkraínu Atkvæðagreiðsla verður haldin á Krímskaga sextánda mars þar sem íbúar geta kosið um hvort þeir vilja slíta tengslum sínum við Úkraínu og sameinast Rússlandi. 7. mars 2014 07:00
Lögleysa hjá öfgahópum Utanríkisráðuneyti Rússlands segir að lögleysa ríki á meðal hægriöfgasinna í austurhluta Úkraínu. 11. mars 2014 07:00
Rússar notfæra sér stöðu Úkraínu Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það geta haft miklar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar fyrir Rússa ef þeir vilja ekki ganga "til samningaviðræðna sem skila árangri“ vegna ástandsins í Úkraínu. 14. mars 2014 07:00
Rússar hefja heræfingar skammt frá landamærum Úkraínu Um átta þúsund hermenn taka þátt í æfingunum. 13. mars 2014 16:36
Bandaríkjamenn varaðir við að samþykkja refsiaðgerðir gegn Rússum Sergei Lavrov fullyrðir að viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi muni koma niður á Bandaríkjunum. 8. mars 2014 10:16