„Enginn sérstakur ásetningur ríkisstjórnarinnar að halda málinu frá þjóðinni“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. mars 2014 11:08 Bjarni sagði mikilvægt að gera greinarmun á því hvort spurt sé um hvort halda eigi viðræðum áfram eða slíta þeim. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, á Alþingi í gær, það koma til álita að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort draga eigi aðildarumsókn Íslands til baka. „Það er enginn sérstakur ásetningur ríkisstjórnarinnar að halda málinu frá þjóðinni,“ var meðal þess sem Bjarni sagði. Hann sagði þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa verið mikið rædda af ríkisstjórnarflokkunum. „Menn spyrja að því, hvers vegna efnir þessi ríkisstjórn ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið? Og sannarlega var talað um það fyrir kosningar og í tengslum við ríkisstjórnarmyndunina og eftir hana. Og það kemur til álita að gera það,“ sagði fjármálaráðherrann.Ekki sama hvernig spurningin er Bjarni sagði mikilvægt að gera greinarmun á því hvort spurt sé um hvort halda eigi viðræðum áfram eða slíta þeim. Bjarni telur að ekki sé hægt að gera kröfu á ríkisstjórnarflokkana til þess að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Því eigi spurningin til þjóðarinnar frekar að snúast um hvort hún sé sammála ríkisstjórninni, um að slíta eigi viðræðum. „Það er allt annað mál, það er allt annars eðlis að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu af þeim toga,“ sagði Bjarni. Hann sagði munurinn felast í því að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður sé ekki í samræmi við vilja meirihluta þingmanna. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla, væri að sögn Bjarna „að frumkvæði þjóðarinnar, þar sem þjóðin kallar eftir því að eitthvað mál sé sett á dagskrá, sem ekki er verið að ræða og enginn meirihluti er fyrir hér á þinginu.“ Þjóðaratkvæðagreiðsla um að hvort draga eigi aðildarumsóknina í ESB til baka snýst um að „ákvarðanir þingsins ganga til þjóðarinnar.“ Bjarni segist alltaf hafa viljað að þjóðin kæmi að málinu, en það væri á grundvelli þess sem væri ákveðið á þingi.Að setja málið í frost „Ég tek eftir því að sumir þingflokkar hér á Alþingi tefla fram hugmyndum um það að setja aðildarviðræðurnar í frost. Ég lít þannig á að þeir sem að leggja til formlegt viðræðuhlé að þeir geri sér grein fyrir því að það er óraunhæft að ríkisstjórn sem hefur ekki áhuga á því að bera ábyrgð á inngöngu Íslands í Evrópusambandið og aðlögun íslenskra laga að regluverki Evrópusambandsins ljúki viðræðunum,“ sagði Bjarni í ræðustól og bætti við: „Ég lít þannig á að menn geri sér grein fyrir þessu, ég fagna því.“ Þá var kallað úr þingsal: „Það er raunsætt.“ Bjarni tók undir þau orð: „Það er raunsætt.“Fyrri umræðu lokið Þingmenn tókust á um þessa þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisáðherra, sem felur í sér viðræðuslit við Evrópusambandið, til hálf fjögur í nótt og lauk fyrri umræðu um hana. Hún fer nú til umræðu í utanríkismálanefnd, undir formennsku Birgis Ármannssonar í Sjálfstæðisflokki. Tillaga Pírata um að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins og tillaga Vinstri grænna um að gera formlegt hlé á aðildarviðræðum voru einnig afgreiddar og sendar til utanríkismálanefndar. ESB-málið Tengdar fréttir Boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi Þingmenn stjórnandstöðunnar boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi ef ríkisstjórnin ætlar sér að keyra ESB málið í gegn. 11. mars 2014 13:15 „Skynsamlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu“ Sigurður Líndal, prófessor, segir lítið benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram, en telur það þó skynsamlegri kostinn. 9. mars 2014 21:44 Viðræðuslit eða -hlé Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild "án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ 10. mars 2014 10:17 Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Sjálfstæðismenn ósáttir við að bera ábyrgð á aðildarviðræðunum. 10. mars 2014 13:27 Eina leiðin er að spyrja þjóðina Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið með neinum hætti til móts við þá víðtæku og almennu kröfu að hún standi við kosningaloforðin og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hún gerir ekkert með undirskriftir rúmlega fimmtungs kjósenda. Henni er sama um að yfir 80 prósent svarenda í könnunum segist vilja þjóðaratkvæði. 12. mars 2014 07:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, á Alþingi í gær, það koma til álita að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort draga eigi aðildarumsókn Íslands til baka. „Það er enginn sérstakur ásetningur ríkisstjórnarinnar að halda málinu frá þjóðinni,“ var meðal þess sem Bjarni sagði. Hann sagði þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa verið mikið rædda af ríkisstjórnarflokkunum. „Menn spyrja að því, hvers vegna efnir þessi ríkisstjórn ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið? Og sannarlega var talað um það fyrir kosningar og í tengslum við ríkisstjórnarmyndunina og eftir hana. Og það kemur til álita að gera það,“ sagði fjármálaráðherrann.Ekki sama hvernig spurningin er Bjarni sagði mikilvægt að gera greinarmun á því hvort spurt sé um hvort halda eigi viðræðum áfram eða slíta þeim. Bjarni telur að ekki sé hægt að gera kröfu á ríkisstjórnarflokkana til þess að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Því eigi spurningin til þjóðarinnar frekar að snúast um hvort hún sé sammála ríkisstjórninni, um að slíta eigi viðræðum. „Það er allt annað mál, það er allt annars eðlis að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu af þeim toga,“ sagði Bjarni. Hann sagði munurinn felast í því að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður sé ekki í samræmi við vilja meirihluta þingmanna. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla, væri að sögn Bjarna „að frumkvæði þjóðarinnar, þar sem þjóðin kallar eftir því að eitthvað mál sé sett á dagskrá, sem ekki er verið að ræða og enginn meirihluti er fyrir hér á þinginu.“ Þjóðaratkvæðagreiðsla um að hvort draga eigi aðildarumsóknina í ESB til baka snýst um að „ákvarðanir þingsins ganga til þjóðarinnar.“ Bjarni segist alltaf hafa viljað að þjóðin kæmi að málinu, en það væri á grundvelli þess sem væri ákveðið á þingi.Að setja málið í frost „Ég tek eftir því að sumir þingflokkar hér á Alþingi tefla fram hugmyndum um það að setja aðildarviðræðurnar í frost. Ég lít þannig á að þeir sem að leggja til formlegt viðræðuhlé að þeir geri sér grein fyrir því að það er óraunhæft að ríkisstjórn sem hefur ekki áhuga á því að bera ábyrgð á inngöngu Íslands í Evrópusambandið og aðlögun íslenskra laga að regluverki Evrópusambandsins ljúki viðræðunum,“ sagði Bjarni í ræðustól og bætti við: „Ég lít þannig á að menn geri sér grein fyrir þessu, ég fagna því.“ Þá var kallað úr þingsal: „Það er raunsætt.“ Bjarni tók undir þau orð: „Það er raunsætt.“Fyrri umræðu lokið Þingmenn tókust á um þessa þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisáðherra, sem felur í sér viðræðuslit við Evrópusambandið, til hálf fjögur í nótt og lauk fyrri umræðu um hana. Hún fer nú til umræðu í utanríkismálanefnd, undir formennsku Birgis Ármannssonar í Sjálfstæðisflokki. Tillaga Pírata um að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins og tillaga Vinstri grænna um að gera formlegt hlé á aðildarviðræðum voru einnig afgreiddar og sendar til utanríkismálanefndar.
ESB-málið Tengdar fréttir Boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi Þingmenn stjórnandstöðunnar boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi ef ríkisstjórnin ætlar sér að keyra ESB málið í gegn. 11. mars 2014 13:15 „Skynsamlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu“ Sigurður Líndal, prófessor, segir lítið benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram, en telur það þó skynsamlegri kostinn. 9. mars 2014 21:44 Viðræðuslit eða -hlé Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild "án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ 10. mars 2014 10:17 Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Sjálfstæðismenn ósáttir við að bera ábyrgð á aðildarviðræðunum. 10. mars 2014 13:27 Eina leiðin er að spyrja þjóðina Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið með neinum hætti til móts við þá víðtæku og almennu kröfu að hún standi við kosningaloforðin og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hún gerir ekkert með undirskriftir rúmlega fimmtungs kjósenda. Henni er sama um að yfir 80 prósent svarenda í könnunum segist vilja þjóðaratkvæði. 12. mars 2014 07:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi Þingmenn stjórnandstöðunnar boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi ef ríkisstjórnin ætlar sér að keyra ESB málið í gegn. 11. mars 2014 13:15
„Skynsamlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu“ Sigurður Líndal, prófessor, segir lítið benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram, en telur það þó skynsamlegri kostinn. 9. mars 2014 21:44
Viðræðuslit eða -hlé Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild "án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ 10. mars 2014 10:17
Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Sjálfstæðismenn ósáttir við að bera ábyrgð á aðildarviðræðunum. 10. mars 2014 13:27
Eina leiðin er að spyrja þjóðina Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið með neinum hætti til móts við þá víðtæku og almennu kröfu að hún standi við kosningaloforðin og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hún gerir ekkert með undirskriftir rúmlega fimmtungs kjósenda. Henni er sama um að yfir 80 prósent svarenda í könnunum segist vilja þjóðaratkvæði. 12. mars 2014 07:00