Sögulegur árangur Cocks Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2014 22:30 Cocks-menn eru komnir í átta liða úrslit. Mynd/Heimasíða Cocks. Finnska handboltaliðið Cocks er að endurskrifa handboltasöguna þar í landi en liðið er komið alla leið í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu. Svo langt hefur finnskt lið aldrei áður komist í Evrópukeppni. Finnar hafa lengið staðið í skugganum á hinum Norðurlandaþjóðunum þegar kemur að handbolta en Cocks-menn gera það nú gott og eiga möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar. Cocks vann fyrst ítalska liðið Pallamano Pressano, samanlagt 57-45, í tveimur leikjum í þriðju umferð mótsins áður en HC Spartak frá Búlgaríu var niðurlægt, 68-39. Næst mætir Cocks RK Metaloplastika Sabac frá Serbíu og fer fyrri leikurinn fram í Hyvinkään-höllinni Finnlandi á morgun. „Það virðist vera að við séum með besta lið Cocks frá upphafi. Við erum að spila vel en vissulega hafa handboltaguðirnir verið okkur hliðhollir,“ segir Kaj Kekki, þjálfari liðsins, á vef evrópska handknattleikssambandsins. „Það skiptir okkur engu máli að við höfum bætt besta árangur Finna í Evrópukeppni. Það góða er að við erum búnir að vinna alla fjóra leikina og okkur þyrstir í meira.“Tíu prósent allra finnskra handbolta manna í Cocks Cocks-liðið kemur frá bænum Riihimäki sem er rétt tæpum 70km frá Helsinki en þar búa tæplega 30.000 manns. Um 3.000 Finnar æfa handbolta og eru 300 þeirra eru skráðir í Cocks. Félagið hefur því innanborðs um tíu prósent allra þeirra sem æfa handbolta í landinu. Riihimäki er svo sannarlega handboltaborg Finnlands. Cocks er á toppnum í finnsku deildinni auk þess sem það er í þriðja sæti í Eystrasaltsdeildinni þar sem spila lið frá Eistlandi, Lettlandi, Hvíta-Rússlandi, Finnlandi og Litháen. „Að spila í þeirri deild gefur okkur mikla reynslu í alþjóðlegum handbolta. Félagið hefur spilað í henni í sex ár og síðasta sumar ákváðum við að taka næsta skref og skrá okkur í Áskorendabikarann. Það er svolítið erfitt að meta hvað við getum farið langt í Evrópu því við höfum ekki séð öll liðin spila ennþá,“ segir Kaj Kekki. Hér að neðan má sjá fyrri leik Cocks gegn ítalska liðinu Pallamano Pressano í þriðju umferð Áskorendabikarsins. Cocks-menn eru rauðir. Handbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Finnska handboltaliðið Cocks er að endurskrifa handboltasöguna þar í landi en liðið er komið alla leið í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu. Svo langt hefur finnskt lið aldrei áður komist í Evrópukeppni. Finnar hafa lengið staðið í skugganum á hinum Norðurlandaþjóðunum þegar kemur að handbolta en Cocks-menn gera það nú gott og eiga möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar. Cocks vann fyrst ítalska liðið Pallamano Pressano, samanlagt 57-45, í tveimur leikjum í þriðju umferð mótsins áður en HC Spartak frá Búlgaríu var niðurlægt, 68-39. Næst mætir Cocks RK Metaloplastika Sabac frá Serbíu og fer fyrri leikurinn fram í Hyvinkään-höllinni Finnlandi á morgun. „Það virðist vera að við séum með besta lið Cocks frá upphafi. Við erum að spila vel en vissulega hafa handboltaguðirnir verið okkur hliðhollir,“ segir Kaj Kekki, þjálfari liðsins, á vef evrópska handknattleikssambandsins. „Það skiptir okkur engu máli að við höfum bætt besta árangur Finna í Evrópukeppni. Það góða er að við erum búnir að vinna alla fjóra leikina og okkur þyrstir í meira.“Tíu prósent allra finnskra handbolta manna í Cocks Cocks-liðið kemur frá bænum Riihimäki sem er rétt tæpum 70km frá Helsinki en þar búa tæplega 30.000 manns. Um 3.000 Finnar æfa handbolta og eru 300 þeirra eru skráðir í Cocks. Félagið hefur því innanborðs um tíu prósent allra þeirra sem æfa handbolta í landinu. Riihimäki er svo sannarlega handboltaborg Finnlands. Cocks er á toppnum í finnsku deildinni auk þess sem það er í þriðja sæti í Eystrasaltsdeildinni þar sem spila lið frá Eistlandi, Lettlandi, Hvíta-Rússlandi, Finnlandi og Litháen. „Að spila í þeirri deild gefur okkur mikla reynslu í alþjóðlegum handbolta. Félagið hefur spilað í henni í sex ár og síðasta sumar ákváðum við að taka næsta skref og skrá okkur í Áskorendabikarann. Það er svolítið erfitt að meta hvað við getum farið langt í Evrópu því við höfum ekki séð öll liðin spila ennþá,“ segir Kaj Kekki. Hér að neðan má sjá fyrri leik Cocks gegn ítalska liðinu Pallamano Pressano í þriðju umferð Áskorendabikarsins. Cocks-menn eru rauðir.
Handbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni