Mega kynleiðréttir íþróttamenn keppa í sínum flokki hér á landi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2014 18:30 Kynleiðréttingar íþróttamanna voru teknar fyrir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og heyrðu þeir í Líneyju Rut Halldórsdóttur, framkvæmdarstjóri ÍSÍ. Strákarnir í Reykjavík síðdegis rákust á frétt á netinu sem fjallaði um konu í Kaliforníu hefur stefnt forvarsmönnum krossfitsmóts þar sem að hún fær ekki að keppa í kvennaflokki en umrædd kona hefur farið í kynleiðréttingu. Konan fæddist sem karlmaður en er kona í dag eftir að hafa farið í kynleiðréttingu. Hún vill keppa sem kona á þessu krossfitmóti en fær það ekki. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdarstjóri ÍSÍ ræddi málið í Reykjavík síðdegis og fór yfir hvaða reglur gilda um kynleiðrétta einstaklinga í íþróttum hér á landi. Hvaða reglur gilda hér á landi. Getur karl sem lætur leiðrétta kyn sitt keppt sem kona á mótum hjá aðildarfélögum ÍSÍ? „Við myndum að sjálfsögðu fara eftir því sem alþjóðaólympíunefndin leggur til og það sem tíðkast innan viðkomandi alþjóðlegu sérsambanda. Þetta er ekki nýtt af nálinni og ég held að þetta hafi mögulega fyrst komið upp hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu í kringum 1989 eða 1990," sagði Líney Rut Halldórsdóttir. „Þá var þetta tekið eins og þeir segja mál fyrir mál eða einstakling fyrir einstakling. Árið 2003 setur Alþjóðaólympíunefndin sér ákveðnar reglur og þær kallast Stokkhólmsyfirlýsingin varðandi kynbreytingar . Í framhaldinu á þeim voru settar fram ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla til að geta keppt undir sínu nýja kyni," sagði Líney Rut en hverjar eru þær reglur? „Ef kynskiptin fara fram áður en viðkomandi fer í gegnum kynþroskaaldurinn þá gerist það bara sjálfkrafa og þú keppir í því kyni sem þú ert að breytast yfir í. Ef að þetta er gert eftir kynþroska þá leggja þeir upp með það að til þess að geta tekið þátt í keppnum eftir kynskiptaaðgerð þá þurfa allar sköfuaðgerðir að vera búnar, að búið sé að fjarlægja eggjastokka og eistu og þvíumlíkt sem og að hormónameðferð hafi farið fram. Þá má viðkomandi keppa ef að það eru liðin tvö ár síðan að meðferðunum er lokið," segir Líney. Líney Rut staðfesti að það hafi ekki verið látið reyna á þessar reglur hér á landi en það er hægt að heyra allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Erlendar Innlendar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Kynleiðréttingar íþróttamanna voru teknar fyrir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og heyrðu þeir í Líneyju Rut Halldórsdóttur, framkvæmdarstjóri ÍSÍ. Strákarnir í Reykjavík síðdegis rákust á frétt á netinu sem fjallaði um konu í Kaliforníu hefur stefnt forvarsmönnum krossfitsmóts þar sem að hún fær ekki að keppa í kvennaflokki en umrædd kona hefur farið í kynleiðréttingu. Konan fæddist sem karlmaður en er kona í dag eftir að hafa farið í kynleiðréttingu. Hún vill keppa sem kona á þessu krossfitmóti en fær það ekki. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdarstjóri ÍSÍ ræddi málið í Reykjavík síðdegis og fór yfir hvaða reglur gilda um kynleiðrétta einstaklinga í íþróttum hér á landi. Hvaða reglur gilda hér á landi. Getur karl sem lætur leiðrétta kyn sitt keppt sem kona á mótum hjá aðildarfélögum ÍSÍ? „Við myndum að sjálfsögðu fara eftir því sem alþjóðaólympíunefndin leggur til og það sem tíðkast innan viðkomandi alþjóðlegu sérsambanda. Þetta er ekki nýtt af nálinni og ég held að þetta hafi mögulega fyrst komið upp hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu í kringum 1989 eða 1990," sagði Líney Rut Halldórsdóttir. „Þá var þetta tekið eins og þeir segja mál fyrir mál eða einstakling fyrir einstakling. Árið 2003 setur Alþjóðaólympíunefndin sér ákveðnar reglur og þær kallast Stokkhólmsyfirlýsingin varðandi kynbreytingar . Í framhaldinu á þeim voru settar fram ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla til að geta keppt undir sínu nýja kyni," sagði Líney Rut en hverjar eru þær reglur? „Ef kynskiptin fara fram áður en viðkomandi fer í gegnum kynþroskaaldurinn þá gerist það bara sjálfkrafa og þú keppir í því kyni sem þú ert að breytast yfir í. Ef að þetta er gert eftir kynþroska þá leggja þeir upp með það að til þess að geta tekið þátt í keppnum eftir kynskiptaaðgerð þá þurfa allar sköfuaðgerðir að vera búnar, að búið sé að fjarlægja eggjastokka og eistu og þvíumlíkt sem og að hormónameðferð hafi farið fram. Þá má viðkomandi keppa ef að það eru liðin tvö ár síðan að meðferðunum er lokið," segir Líney. Líney Rut staðfesti að það hafi ekki verið látið reyna á þessar reglur hér á landi en það er hægt að heyra allt viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Erlendar Innlendar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira