Sport

Eygló Ósk með Íslandsmet - nálægt Norðurlandametinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Vísir/Daníel
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, bætti í dag eigið Íslandsmet í 200 metra baksundi á Opna danska meistaramótinu í sundi. Eygló vann greinina á mótinu.

Eygló Ósk synti á 2:10,34 mínútum og bætti eigið met um fjóra hundraðshluta úr sekúndu. Þetta er frábær tími en hún var aðeins sjö hundraðshluta úr sekúndu frá Norðurlandametinu sem er 2:10,27 mínútur.

Eygló Ósk er eini íslenski sundmaðurinn á Opna danska meistaramótinu í ár en mótið er mjög stórt í ár með yfir 40 félög utan Danmerkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×