Sameiginleg stefna ESB í fiskveiðimálum „ekki spennitreyja fyrir aðildarríkikin 28“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. mars 2014 15:30 Hagleitner til vinstri og Vlavianos til hægri. Vísir/KJ Thomas Hagleitner, fulltrúi ESB á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Evrópusambandsins og Íslands, telur að það sé auðveldara að halda áfram framtíðarviðræðum á milli Íslands og ESB ef aðildarumsókn Íslands verði ekki dregin til baka, heldur látin á ís. Hagleitner sagði jafnframt að sameiginleg stefna ESB í landbúnaðar- og fiskveiðimálum væri „ekki spennitreyja fyrir aðildarríkikin 28“ sem öll hefðu ólík sjónarmið. Hagleitner sagðist telja að það þyrfti að skoða kröfur Íslendinga og stöðu mála í þessum málaflokkum, áður en hægt væri að segja til um hvort undanþágur væru mögulegar. Þetta kom fram í svörum hans við spurningum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formaður þingmannanefndar Íslands.Framtíðin í höndum ÍslendingaAntonios Vlavianos, fulltrúi Evrópuráðsins og sendiherra ESB, sagði að Íslendingar stýrðu algjörlega stefnunni í aðildarviðræðunum við ESB. „Framtíð viðræðna er í höndum Íslendinga. Við höfum fylgst vel með umræðunni í landinu. Við teljum mikilvægt að skoða málin gaumgæfilega áður en ákvörðun er tekin,“ sagði Vlavianos á fundinum. Hann sagði jafnframt að Evrópusambandið teldi samstarfið við Íslendinga mikilvægt. EES-samningurinn væri mikilvæg stoð í samskiptum sambandsins og Íslands.ESB er opið ríkjum sem vilja vera með Thomas Hagleitner kom einnig inn á, í ræðu sinni á fundinum, að vel væri fylgst með umræðunni á Íslandi er snerta Evrópumál. Hann sagðist vita að það væri önnur skýrsla í bígerð, unnin af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Hagleitnir sagði Evrópusambandið vera opið fyrir ríkjum sem vildu vera aðilar. „Ákvörðunin að draga aðildarumsóknina til baka er algjörlega í höndum Íslendinga. Við höldum áfram að fylgjast með og vonumst til þess að samstarfið haldi áfram í gegnum EES-samninginn og Schengen-samstarfið,“ sagði Hagleitner að lokum. ESB-málið Tengdar fréttir EES gæti lent í frosti að hluta Ísland rekur lestina í innleiðingu EES-löggjafar. Fjármagnsflutningar innan EES eru ekki frjálsir líkt og samningurinn gerir ráð fyrir og ekki hafa verið gerðar breytingar á stjórnarskrá sem þarf til að innleiða eftirlit með fjármálastofnunum. Fjármálaráð 18. mars 2014 07:00 „Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35 „Ég ber mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og Ísland er greinilega evrópskt ríki" Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæðu þess að ríkisstjórnin legði til að aðildarumsókn Íslands í ESB væri dregin til baka meðal annars vera niðurstöður skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ. 25. mars 2014 14:44 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Thomas Hagleitner, fulltrúi ESB á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Evrópusambandsins og Íslands, telur að það sé auðveldara að halda áfram framtíðarviðræðum á milli Íslands og ESB ef aðildarumsókn Íslands verði ekki dregin til baka, heldur látin á ís. Hagleitner sagði jafnframt að sameiginleg stefna ESB í landbúnaðar- og fiskveiðimálum væri „ekki spennitreyja fyrir aðildarríkikin 28“ sem öll hefðu ólík sjónarmið. Hagleitner sagðist telja að það þyrfti að skoða kröfur Íslendinga og stöðu mála í þessum málaflokkum, áður en hægt væri að segja til um hvort undanþágur væru mögulegar. Þetta kom fram í svörum hans við spurningum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formaður þingmannanefndar Íslands.Framtíðin í höndum ÍslendingaAntonios Vlavianos, fulltrúi Evrópuráðsins og sendiherra ESB, sagði að Íslendingar stýrðu algjörlega stefnunni í aðildarviðræðunum við ESB. „Framtíð viðræðna er í höndum Íslendinga. Við höfum fylgst vel með umræðunni í landinu. Við teljum mikilvægt að skoða málin gaumgæfilega áður en ákvörðun er tekin,“ sagði Vlavianos á fundinum. Hann sagði jafnframt að Evrópusambandið teldi samstarfið við Íslendinga mikilvægt. EES-samningurinn væri mikilvæg stoð í samskiptum sambandsins og Íslands.ESB er opið ríkjum sem vilja vera með Thomas Hagleitner kom einnig inn á, í ræðu sinni á fundinum, að vel væri fylgst með umræðunni á Íslandi er snerta Evrópumál. Hann sagðist vita að það væri önnur skýrsla í bígerð, unnin af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Hagleitnir sagði Evrópusambandið vera opið fyrir ríkjum sem vildu vera aðilar. „Ákvörðunin að draga aðildarumsóknina til baka er algjörlega í höndum Íslendinga. Við höldum áfram að fylgjast með og vonumst til þess að samstarfið haldi áfram í gegnum EES-samninginn og Schengen-samstarfið,“ sagði Hagleitner að lokum.
ESB-málið Tengdar fréttir EES gæti lent í frosti að hluta Ísland rekur lestina í innleiðingu EES-löggjafar. Fjármagnsflutningar innan EES eru ekki frjálsir líkt og samningurinn gerir ráð fyrir og ekki hafa verið gerðar breytingar á stjórnarskrá sem þarf til að innleiða eftirlit með fjármálastofnunum. Fjármálaráð 18. mars 2014 07:00 „Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35 „Ég ber mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og Ísland er greinilega evrópskt ríki" Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæðu þess að ríkisstjórnin legði til að aðildarumsókn Íslands í ESB væri dregin til baka meðal annars vera niðurstöður skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ. 25. mars 2014 14:44 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
EES gæti lent í frosti að hluta Ísland rekur lestina í innleiðingu EES-löggjafar. Fjármagnsflutningar innan EES eru ekki frjálsir líkt og samningurinn gerir ráð fyrir og ekki hafa verið gerðar breytingar á stjórnarskrá sem þarf til að innleiða eftirlit með fjármálastofnunum. Fjármálaráð 18. mars 2014 07:00
„Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35
„Ég ber mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og Ísland er greinilega evrópskt ríki" Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæðu þess að ríkisstjórnin legði til að aðildarumsókn Íslands í ESB væri dregin til baka meðal annars vera niðurstöður skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ. 25. mars 2014 14:44