Hjóla hringinn fyrir bæklunarskurðdeild Landspítalans Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2014 15:05 Yngvi Ólafsson, Lilja Stefánsdóttir, Páll Matthíasson, María Guðmundsdóttir, Skúli Mogensen, Helga Kristín Einarsdóttir, Guðrún Daníelsdóttir, Magnús Ragnarsson og Vigdís Hallgrímsdóttir. Mynd/Aðsend Allur ágóði WOW Cyclothon hjólreiðakeppninnar mun fara til styrktar tækjakaupa fyrir bæklunarskurðdeild Landspítalans. Markmiðið er að safna 10ö milljónum, því mikill skortur hefur verið á tækjum og þörf er á endurnýjun þeirra. „Þessi deild hefur ekki fengið gjafir né styrkveitingar í langan tíma og ríkir því mikil gleði á meðal starfsmanna bæklunarskurðdeildar,“ segir í tilkynningu. „Færanleg skyggnutæki eru nauðsynleg vinnutól í ýmsum sérgreinum,“ segir Björn Pétur Sigurðsson, sérfræðilæknir í bæklunaraðgerðum á höndum. Um er að ræða flókna hátæknivöru, en þróunin á henni hefur verið hröð undanfarin ár og sérhæfing hefur aukist. Sjúkrahúsið fékk nýlega tæki til stórra aðgerða en vatnar tilfinnanlega tæki til að tryggja bestu niðurstöðuna hjá þeim sem brotna á höndum eða fótum. „Slíkt tæki yrði sterkur burðarás fyrir sjúkrahúsið og myndi tvímælalaust stuðla að því, að áfram verði hægt að veita slösuðum meðferð í fremstu röð,“ segir Björn. Hjólreiðakeppnin verður haldin í þriðja sinn dagana 24. – 27. júní. Hjólað verður með boðsveitaformi hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1.332 kílómetra á innan við 72 klukkustundum. Samkvæmt tilkynningu er áætlað að um 400 manns muni taka þátt. Aðstandendur WOW Cyclothon vonast því eftir að sem flest lið skrái sig í keppnina og að allir landsmenn láti þetta málefni sig varða og taki þátt í áheitasöfnunni á vefsíðu keppninnar, www.wowcyclothon.is. Þar er einnig hægt að sjá frekari upplýsingar um keppnina. Í ár verður sú nýjung á að einn flokkur verður einstaklingsflokkur þar sem einn hjólreiðamaður hjólar alla 1.332 kílómetrana einn síns liðs og hefur til þess 84 klukkustundir. Wow Cyclothon Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Allur ágóði WOW Cyclothon hjólreiðakeppninnar mun fara til styrktar tækjakaupa fyrir bæklunarskurðdeild Landspítalans. Markmiðið er að safna 10ö milljónum, því mikill skortur hefur verið á tækjum og þörf er á endurnýjun þeirra. „Þessi deild hefur ekki fengið gjafir né styrkveitingar í langan tíma og ríkir því mikil gleði á meðal starfsmanna bæklunarskurðdeildar,“ segir í tilkynningu. „Færanleg skyggnutæki eru nauðsynleg vinnutól í ýmsum sérgreinum,“ segir Björn Pétur Sigurðsson, sérfræðilæknir í bæklunaraðgerðum á höndum. Um er að ræða flókna hátæknivöru, en þróunin á henni hefur verið hröð undanfarin ár og sérhæfing hefur aukist. Sjúkrahúsið fékk nýlega tæki til stórra aðgerða en vatnar tilfinnanlega tæki til að tryggja bestu niðurstöðuna hjá þeim sem brotna á höndum eða fótum. „Slíkt tæki yrði sterkur burðarás fyrir sjúkrahúsið og myndi tvímælalaust stuðla að því, að áfram verði hægt að veita slösuðum meðferð í fremstu röð,“ segir Björn. Hjólreiðakeppnin verður haldin í þriðja sinn dagana 24. – 27. júní. Hjólað verður með boðsveitaformi hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1.332 kílómetra á innan við 72 klukkustundum. Samkvæmt tilkynningu er áætlað að um 400 manns muni taka þátt. Aðstandendur WOW Cyclothon vonast því eftir að sem flest lið skrái sig í keppnina og að allir landsmenn láti þetta málefni sig varða og taki þátt í áheitasöfnunni á vefsíðu keppninnar, www.wowcyclothon.is. Þar er einnig hægt að sjá frekari upplýsingar um keppnina. Í ár verður sú nýjung á að einn flokkur verður einstaklingsflokkur þar sem einn hjólreiðamaður hjólar alla 1.332 kílómetrana einn síns liðs og hefur til þess 84 klukkustundir.
Wow Cyclothon Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira