Robben er þrítugur og hefur spilað með Bayern síðan að félagið keypti hann fyrir 24 milljónir punda frá Real Madrid árið 2009. Samningur hans átti að renna út árið 2015 en hann spilar nú hjá félaginu þar til að hann verður 33 ára gamall.
„Ég get ekki sýnt það betur en svona hversu vel mér og fjölskyldu minni líður hér," sagði Arjen Robben eftir að hann undirritaði samninginn sinn.
Arjen Robben er á góðri leið með að verða Þýskalandsmeistari í þriðja sinn með Bayern en hann hefur einnig orðið meistari í Englandi, á Spáni og í Hollandi.
Arjen Robben er með 10 mörk og 6 stoðsendingar í 20 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og með 3 mörk og 5 stoðsendingar í 6 leikjum í Meistaradeildinni.

