Erlent

Rússar og Bandaríkjamenn funda í Frakklandi vegna Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Fundur ráðherranna var skipulagður í flýti eftir símtal á milli Pútín og Obama á föstudagskvöldið. Mikil umræða hefur átt sér stað vegna fjölda rússneskra hermanna við landamæri austurhluta Úkraínu, en Lavrov þvertekur fyrir að Rússar ætli sér að ráðast inn í landið.

Fjallað er um málið á vef BBC.

Lavrov tók þó fram að Rússland myndi verja hagsmuni rússneskumælandi fólks og þeirra sem séu ættaðir frá Rússlandi.

Spenna á svæðinu hefur verið mikil og var æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna hjá NATO kallaður fyrir þing landsins en var fljótt kallaður aftur til Evrópu vegna hreyfinga rússneskra hermanna.

Rússnesk yfirvöld segja fasista, sem nú stjórni Úkraínu, ógni rússum í landinu.

BBC segir bandaríska embættismenn skipta í skoðunum sínum um hvort Pútín vilji draga úr spennu á svæðinu, eða ætli sér að taka austurhluta landsins auk Krímskaga.


Tengdar fréttir

Gunnar Bragi skilur að Úkraína vilji í ESB

Utanríkisráðherra hefur skilning á að Úkraínumenn vilji ganga í Evrópusambandið. Almenningur sér það sem vörn gegn áhrifavaldi Rússa og gegn spillingu.

AGS veitir Úkraínu fjárhagsaðstoð

Miðað er að því að koma efnahagslífi Úkraínu á réttan kjöl og er þetta hluti af björgunaráætlun ríkisstjórna og stofnana sem nemur allt að 27 milljörðum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×