"Liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. apríl 2014 10:02 Ásgeir Jónsson á Grand Hotel í morgun „Það liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata,“ sagði Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, á kynningu skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um Evrópumál.Sýnt er beint frá fundinum á Vísi. Ásgeir fjallaði um gjaldmiðlamál. Hann benti á að í heiminum væru 78 smáríki með undir tveimur milljónum íbúa. Ísland væri eina ríkið af þessum 78 sem væri með sjálfstæða fljótandi mynt. Hann sagði mesta ávinninginn við upptöku Evrunnar vera aukinn stöðugleika. En færi svo að stærri gjaldmiðill yrði tekinn upp þyrfti að gefa eftir í ákveðnum þáttum. „Það er ekki kostnaðarlaust. Við verðum að gefa eftir sjálfstæði í peningamálum og einhverju leyti ríkisfjármálum og töluverðar stofnanabreytingar verða að eiga sér stað.“ Ásgeir sagði mikilvægt að Íslendingar endurskoðuðu hagstefnu sína. Upptaka Evru og aðild að ESB þýddi ekki endilega að allt myndi falla í ljúfa löð í efnahagsmálum. „Við verðum að endurskoða hvernig við rekum okkar hagstefnu og verðum að hafa í huga að ESB er samband fullvalda ríkja. Við þyrftum að bera ábyrgð á okkur sjálfum þó við förum inn. Þegar verið að tala um Evrulöndin átján og hvernig þeim hefur farnast í Evrusamstarfinu – kemur í ljós að það fer eftir því hvernig þau haga sér innan samstarfsins.“ Ásgeir benti enn fremur á að Íslendingar hefðu alltaf tekið þátt í alþjóðlegum fastgengisstefnum. Ljóst væri að Íslendingar hefðu ekki stjórn á sínum eigin gjaldmiðli ef hann væri fljótandi. Hann gaf lítið fyrir tengingu krónunnar við sjálfstæði og fullveldi landsins. Þeir sem barist hafi fyrir sjálfstæðis og fullveldi landsins á sínum tíma hafi ekki verið með hugann við sjálfstæðan gjaldmiðil sem hægt væri að fella þegar þess þyrfti. ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
„Það liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata,“ sagði Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, á kynningu skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um Evrópumál.Sýnt er beint frá fundinum á Vísi. Ásgeir fjallaði um gjaldmiðlamál. Hann benti á að í heiminum væru 78 smáríki með undir tveimur milljónum íbúa. Ísland væri eina ríkið af þessum 78 sem væri með sjálfstæða fljótandi mynt. Hann sagði mesta ávinninginn við upptöku Evrunnar vera aukinn stöðugleika. En færi svo að stærri gjaldmiðill yrði tekinn upp þyrfti að gefa eftir í ákveðnum þáttum. „Það er ekki kostnaðarlaust. Við verðum að gefa eftir sjálfstæði í peningamálum og einhverju leyti ríkisfjármálum og töluverðar stofnanabreytingar verða að eiga sér stað.“ Ásgeir sagði mikilvægt að Íslendingar endurskoðuðu hagstefnu sína. Upptaka Evru og aðild að ESB þýddi ekki endilega að allt myndi falla í ljúfa löð í efnahagsmálum. „Við verðum að endurskoða hvernig við rekum okkar hagstefnu og verðum að hafa í huga að ESB er samband fullvalda ríkja. Við þyrftum að bera ábyrgð á okkur sjálfum þó við förum inn. Þegar verið að tala um Evrulöndin átján og hvernig þeim hefur farnast í Evrusamstarfinu – kemur í ljós að það fer eftir því hvernig þau haga sér innan samstarfsins.“ Ásgeir benti enn fremur á að Íslendingar hefðu alltaf tekið þátt í alþjóðlegum fastgengisstefnum. Ljóst væri að Íslendingar hefðu ekki stjórn á sínum eigin gjaldmiðli ef hann væri fljótandi. Hann gaf lítið fyrir tengingu krónunnar við sjálfstæði og fullveldi landsins. Þeir sem barist hafi fyrir sjálfstæðis og fullveldi landsins á sínum tíma hafi ekki verið með hugann við sjálfstæðan gjaldmiðil sem hægt væri að fella þegar þess þyrfti.
ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15
Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27
Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53
Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49
Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04