Agi í ríkisfjármálum mikilvægari en nýr gjaldmiðill Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. apríl 2014 21:30 Krónan er ekkert að fara á næstunni. Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Meira máli skipti að koma böndum á ríkisfjármálin en að skipta um gjaldmiðil.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Gjaldmiðlaumræða var fyrirferðamikil en í gær lofaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, íslensku krónuna og sagði hana vera lykilþátt í því að á Íslandi væri atvinnuleysi minna en í öllum 28 ríkjum Evrópusambandins. „Við teljum að krónan sé ekki að fara á næstunni. Við teljum að við séum á þeim stað að hún verði áfram og við eigum að sjálfsögðu að nýta kosti hennar,“ segir Hanna Birna. Hún segir mikilvægara að ná fram auknum aga í ríkisfjármálum en að skipta um gjaldmiðil. „Ég er þeirrar skoðunar og hef mörgum sinnum sagt það að krónan er ekkert annað en mælitæki á ástandið í efnahagslífinu almennt. Við þurfum að tileikna okkur ríkari aga.“ Guðmundur segir greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé að skerpa stefnu sína í Evrópumálum. Flokkurinn sé búinn að hverfa frá þeirri gjaldmiðlastefnu sem samþykkt var á síðasta landsfundi. „Ég heyrði ekki betur í kosningabaráttunni en að þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn nýverið ályktað á landsfundi að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Þá voru skilaboðin að það ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðanna. Núna er tónninn þess að þjóðin eigi ekki að fara í ESB; krónan er fín. Það hefði verið betra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði sagt þetta svona í kosningabaráttunni og kjósendur hefðu getað tekið upplýsta ákvörðun,“ sagði Guðmundur.Ekki klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum Stofnun nýs evrópusinnaðs hægri flokks hefur verið í umræðunni síðustu vikur. Hanna Birna er ósammála því að um klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum sé að ræða. „Ég veit ekki hvort það sé réttnefni að segja klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Þetta yrði frekar flokkur sem leggur áherslu á Evrópumálin og aðild að Evrópusambandinu. Það getur vel verið að slíkur flokkur myndi hafa áhrif á alla stjórnmálaflokka en alls ekki einungis Sjálfstæðisflokkinn.“ ESB-málið Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Krónan er ekkert að fara á næstunni. Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Meira máli skipti að koma böndum á ríkisfjármálin en að skipta um gjaldmiðil.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Gjaldmiðlaumræða var fyrirferðamikil en í gær lofaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, íslensku krónuna og sagði hana vera lykilþátt í því að á Íslandi væri atvinnuleysi minna en í öllum 28 ríkjum Evrópusambandins. „Við teljum að krónan sé ekki að fara á næstunni. Við teljum að við séum á þeim stað að hún verði áfram og við eigum að sjálfsögðu að nýta kosti hennar,“ segir Hanna Birna. Hún segir mikilvægara að ná fram auknum aga í ríkisfjármálum en að skipta um gjaldmiðil. „Ég er þeirrar skoðunar og hef mörgum sinnum sagt það að krónan er ekkert annað en mælitæki á ástandið í efnahagslífinu almennt. Við þurfum að tileikna okkur ríkari aga.“ Guðmundur segir greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé að skerpa stefnu sína í Evrópumálum. Flokkurinn sé búinn að hverfa frá þeirri gjaldmiðlastefnu sem samþykkt var á síðasta landsfundi. „Ég heyrði ekki betur í kosningabaráttunni en að þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn nýverið ályktað á landsfundi að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Þá voru skilaboðin að það ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðanna. Núna er tónninn þess að þjóðin eigi ekki að fara í ESB; krónan er fín. Það hefði verið betra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði sagt þetta svona í kosningabaráttunni og kjósendur hefðu getað tekið upplýsta ákvörðun,“ sagði Guðmundur.Ekki klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum Stofnun nýs evrópusinnaðs hægri flokks hefur verið í umræðunni síðustu vikur. Hanna Birna er ósammála því að um klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum sé að ræða. „Ég veit ekki hvort það sé réttnefni að segja klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Þetta yrði frekar flokkur sem leggur áherslu á Evrópumálin og aðild að Evrópusambandinu. Það getur vel verið að slíkur flokkur myndi hafa áhrif á alla stjórnmálaflokka en alls ekki einungis Sjálfstæðisflokkinn.“
ESB-málið Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira