Járndómarinn Bavetta kominn með 2633 leiki í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2014 23:30 Vísir/Getty Dick Bavetta er einn þekktasti körfuboltadómari heims en þessi 74 ára nagli hefur ekki misst af leik í 39 ár. Bavetta hóf ferilinn árið 1975 og hefur ekki þurft að boða forföll síðan þá, hvorki vegna veikinda eða af öðrum ástæðum. Í gærkvöldi dæmdi hann sinn 2633. leik í röð. „Þetta er ekkert sem ég hugsa um. Ætli ég hafi ekki fengið vinnusemina frá foreldrum mínum. Mér hefur ávallt fundist að maður eigi að fá sanngjörn laun fyrir sanngjarna vinnu,“ segir Bavetta. „Það er svo kannski guðslukka að maður hafi ekki misst af leik vegna veðurs eða álíka ástæðum. Guð gaf mér líka góða heilsu,“ bætti hann við. Hann hefur þó þurft að beita ýmsum brögðum til að komast tímanlega á leiðarenda, ef flugsamgöngur hafa til að mynda brugðist. Hann hefur ekki sett það fyrir sig að leigja bíl og keyra frá Toronto til Cleveland.Vísir/Getty „Það er bara innprentað í mann að maður eigi ekki að missa af leik. Mér hefur alltaf fundist að ég væri þá að trufla einhvern annan og fjöldskyldu viðkomandi ef ég þyrfti að afboða mig,“ sagði Bavetta. Bavetta hefur dæmt alls 270 leiki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og 27 sinnum í lokaúrslitunum. Hann á þrjá stjörnuleiki að baki og dæmdi á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. Dómarar í NBA-deildinni dæma 82 leiki á ári en Bavetta telur að hann dæmi að jafnaði 12-15 leiki á mánuði. Hann gerir allar sínar ferðaáætlanir sjálfur og kemur sér á milli staða. Ástæða þess að Bavetta var heiðraður í gær var að hann tók þar með fram úr Cal Ripken yngri sem spilaði 2632 leiki í röð á hafnaboltaferli sínum.Vísir/Getty NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Dick Bavetta er einn þekktasti körfuboltadómari heims en þessi 74 ára nagli hefur ekki misst af leik í 39 ár. Bavetta hóf ferilinn árið 1975 og hefur ekki þurft að boða forföll síðan þá, hvorki vegna veikinda eða af öðrum ástæðum. Í gærkvöldi dæmdi hann sinn 2633. leik í röð. „Þetta er ekkert sem ég hugsa um. Ætli ég hafi ekki fengið vinnusemina frá foreldrum mínum. Mér hefur ávallt fundist að maður eigi að fá sanngjörn laun fyrir sanngjarna vinnu,“ segir Bavetta. „Það er svo kannski guðslukka að maður hafi ekki misst af leik vegna veðurs eða álíka ástæðum. Guð gaf mér líka góða heilsu,“ bætti hann við. Hann hefur þó þurft að beita ýmsum brögðum til að komast tímanlega á leiðarenda, ef flugsamgöngur hafa til að mynda brugðist. Hann hefur ekki sett það fyrir sig að leigja bíl og keyra frá Toronto til Cleveland.Vísir/Getty „Það er bara innprentað í mann að maður eigi ekki að missa af leik. Mér hefur alltaf fundist að ég væri þá að trufla einhvern annan og fjöldskyldu viðkomandi ef ég þyrfti að afboða mig,“ sagði Bavetta. Bavetta hefur dæmt alls 270 leiki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og 27 sinnum í lokaúrslitunum. Hann á þrjá stjörnuleiki að baki og dæmdi á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. Dómarar í NBA-deildinni dæma 82 leiki á ári en Bavetta telur að hann dæmi að jafnaði 12-15 leiki á mánuði. Hann gerir allar sínar ferðaáætlanir sjálfur og kemur sér á milli staða. Ástæða þess að Bavetta var heiðraður í gær var að hann tók þar með fram úr Cal Ripken yngri sem spilaði 2632 leiki í röð á hafnaboltaferli sínum.Vísir/Getty
NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira