Fjárhættuspil lögleitt - Perlan að spilahöll Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. apríl 2014 20:01 Lög um fjárhættuspil voru samþykkt á Alþingi í dag með naumum meirihluta. Stjórnarandstaðan gagnrýnir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og flýtimeðferð málsins. Áhugamenn um fjárhættuspil ætla að fagna með opnun á nýrri spilahöll í Perlunni í kvöld. Lagt var fram frumvarp í gær um lögleiðingu á fjárhættuspili hér á landi undir ströngu eftirliti hins opinbera. Í dag var frumvarpið lagt fram til atkvæðagreiðslu og var það samþykkt með naumum meirihluta. 30 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 21 á móti. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er ánægður með að málið sé í höfn. „Þetta mun auðvitað auka hagvöxt hér á landi og er allt að því þjóðþrifamál. Þetta mun bæta hag ferðaþjónustunnar og skatttekjur í ríkissjóð,“ segir Willum. Hvenær mun fyrsta spilahöll landsins líta dagsins ljós? „Sem fyrst. Þetta er komið í gegnum þingið og allt klárt.“Dæmigert fyrir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar gagnrýnir vinnubrögð meirihlutans í málinu. „Þetta er enn eitt dæmið um forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar þegar mál líkt og þetta er tekið með slíkum ógnarhraða í gegnum þingið. Það skortir alla umræðu um þetta mál. Það þarf að skoða þetta frá fleiri hliðum en gert var,“ segir Oddný. Athafnamennirnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að opnuð verði spilahöll hér á landi. „Ég er gríðarlega ánægður með að þetta máli hafi fengið svona skjóta afgreiðslu enda flott frumvarp og gott mál,“ segir Arnar og Bjarki tekur í svipaðan streng. „Við höfum í 10-15 ár spilað í einhverjum krummaskuðum. Okkur finnst gaman að 'gambla' og núna loksins er feluleiknum lokið eftir margra ára baráttu,“ segir Bjarki Gunnlaugsson. Áhugamenn um fjárhættuspil geta tekið gleði sína því opna á spilahöll í Perlunni í kvöld, mörgum mánuðum á undan áætlun. „Við vorum það sigurvissir að við erum löngu byrjaðir að innrétta Perluna sem 'casino'. Það er allt tilbúið og í ljósi þessara frábæru tíðinda þá ætlum við að opna í kvöld,“ segir Arnar. Spilahöllin í Perlunni opnaði klukkan 19:00 í kvöld og verður hægt að spila fram yfir miðnætti. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Lög um fjárhættuspil voru samþykkt á Alþingi í dag með naumum meirihluta. Stjórnarandstaðan gagnrýnir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og flýtimeðferð málsins. Áhugamenn um fjárhættuspil ætla að fagna með opnun á nýrri spilahöll í Perlunni í kvöld. Lagt var fram frumvarp í gær um lögleiðingu á fjárhættuspili hér á landi undir ströngu eftirliti hins opinbera. Í dag var frumvarpið lagt fram til atkvæðagreiðslu og var það samþykkt með naumum meirihluta. 30 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 21 á móti. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er ánægður með að málið sé í höfn. „Þetta mun auðvitað auka hagvöxt hér á landi og er allt að því þjóðþrifamál. Þetta mun bæta hag ferðaþjónustunnar og skatttekjur í ríkissjóð,“ segir Willum. Hvenær mun fyrsta spilahöll landsins líta dagsins ljós? „Sem fyrst. Þetta er komið í gegnum þingið og allt klárt.“Dæmigert fyrir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar gagnrýnir vinnubrögð meirihlutans í málinu. „Þetta er enn eitt dæmið um forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar þegar mál líkt og þetta er tekið með slíkum ógnarhraða í gegnum þingið. Það skortir alla umræðu um þetta mál. Það þarf að skoða þetta frá fleiri hliðum en gert var,“ segir Oddný. Athafnamennirnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að opnuð verði spilahöll hér á landi. „Ég er gríðarlega ánægður með að þetta máli hafi fengið svona skjóta afgreiðslu enda flott frumvarp og gott mál,“ segir Arnar og Bjarki tekur í svipaðan streng. „Við höfum í 10-15 ár spilað í einhverjum krummaskuðum. Okkur finnst gaman að 'gambla' og núna loksins er feluleiknum lokið eftir margra ára baráttu,“ segir Bjarki Gunnlaugsson. Áhugamenn um fjárhættuspil geta tekið gleði sína því opna á spilahöll í Perlunni í kvöld, mörgum mánuðum á undan áætlun. „Við vorum það sigurvissir að við erum löngu byrjaðir að innrétta Perluna sem 'casino'. Það er allt tilbúið og í ljósi þessara frábæru tíðinda þá ætlum við að opna í kvöld,“ segir Arnar. Spilahöllin í Perlunni opnaði klukkan 19:00 í kvöld og verður hægt að spila fram yfir miðnætti.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira