Bjarni er á leiðinni heim

Bjarni staðfesti það í viðtali við RÚV eftir leikinn að hann færi á leið suður eftir þetta tímabil.
„Það er búið að skrifa svolítið um þetta og menn eru búnir að staðfesta hitt og þetta. Það hefur enginn talað við mig en RÚV er alveg með þetta," sagði Bjarni í viðtalinu á RÚV og bætti svo við:
„Ég er að flytja suður með fjölskylduna mína. Ég er búin að vera hérna í fjögur ár og er búinn að eiga fjögur frábær ár hérna. Það er búið að vera æðislegt að búa á Akureyri en það er kominn tími á að fara heim og ég er að fara að gera það," sagði Bjarni.
Bjarni skoraði 11 mörk í lokaleiknum í gærkvöldi og var því með 131 mark í 20 leikjum í Olís-deildinni í vetur eða 6,6 mörk að meðaltali í leik.
Tengdar fréttir

Bjarki Sig: Allt að vinna gegn okkur
ÍR tapaði gegn FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta og fer í umspil við liðin í 1. deildinni um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 23-22 | Deildarmeistararnir taplausir á heimavelli
Haukar unnu eins marks sigur á ÍBV í toppslag liðanna í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 26-19 | Íslandsmeistarar Fram úr leik
Valur lagði Fram 26-19 í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Valur hafnar því í þriðja sæti deildarinnar en Fram missir af úrslitakeppninni.

Heimir: Útlendingurinn stóð ekki undir væntingum
Heimir Örn Árnason er stoltur af sínum strákum en Akureyri hélt sæti sínu í Olís-deildinni með flottum endaspretti og sigri í lokaumferðinni gegn HK.

FH í úrslitakeppnina á kostnað Framara | ÍR fer í umspilið
FH komst í úrslitakeppnina í Olís-deild karla í handbolta í kvöld en liðið vann ÍR í Breiðholtinu á meðan Valur gerði því greiða og vann Fram að Hlíðarenda.

Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-23 | Norðanmenn tryggðu sæti sitt
Akureyri verður áfram í Olís-deildinni í handbolta eftir sigur á Akureyri í kvöld en önnur úrslit féllu með liðinu.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - FH 27-28 | FH í úrslitakeppnina og ÍR í umspilið
FH tryggði sér sæti í úrslitakeppni Olísdeildar karla en ÍR datt niður í sjöunda sætið.