NATO birtir myndir af rússneskum hermönnum við landamæri Úkraínu Ingvar Haraldsson skrifar 11. apríl 2014 17:11 Myndirnar sýna herlið Rússa við landamæri Úkraínu. Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) sendi í vikunni frá sér gervihnattamyndir sem að þeirra sögn sýna rússneskt herlið safnast saman við landamæri Úkraínu. Myndirnar voru teknar síðastliðnar tvær vikur. Talsmenn NATO segja 40.000 rússneska hermenn vera við landamærin. Þeir segja svæðin hafi að mestu verið mannlaus í byrjun febrúar. Philip Breedlove, hershöfðingi í NATO, segir á vef NATO hermennina vera vel vopnum búnir. „Rússarnir hafa allar gerðir hersveita við landamærin. Þar á meðal flugvélar, þyrlur, sérsveitir, skriðdreka, stórskotalið og fótgöngulið. Hægt er að ræsa þá út á nokkrum klukkutímum. Vera þessara hermanna við landamærin hafa alvarleg áhrif öryggi og stöðugleika á svæðinu.“ Fulltrúi rússneska hersins sagði í samtali við rússneska ríkismiðilinn RT að myndirnar væru vissulega af herliði Rússa við Úkraínu. Það væri hinsvegar tímasetning myndanna sem væri röng. „Myndir sem NATO dreifði voru teknar síðasta sumar. Þær sýna herlið við æfingar nálægt landamærum Úkraínu.“ Aleksandr Lukashevich, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, segir ekkert rússneskt herlið vera við landamæri Úkraínu og Rússlands. „Það hefur verið staðfest af eftirlitsmönnum frá Danmörku, Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Svíþjóð sem voru í Úkraínu frá 20. mars til 2. apríl.“ Í kjölfar þessara ummæla sendi Anders Fogh Rasmussen, aðalritari NATO, Rússum tóninn. „Hættið að kenna öðrum um ykkar eigin aðgerðir, hættið að safna herliði og hættið að reyna að skapa spennu á svæðinu.“Úkraínski herinn yrði lítil fyrirstaða Herliðshöfðingi NATO, Gary Deakin, sagði við The Guardian að hersveitirnar gætu farið langt inn í Úkraínu. Mun lengra enn inn í þau héruð Austur-Úkraínu þar sem rússneskumælandi íbúar hafa krafist aðskilnaðar. Þeir gætu myndað landbrú að Krímskaganum og jafnvel náð alla leið til Svartahafsborgarinnar Odessa. Úkraínski herinn hafi einungis 130.000 hermenn sem yrðu ekki mikil fyrirstaða fyrir Rússa. Í næstu viku hittast ráðamenn frá Evrópusambandinu, Rússlandi, Úkraínu og Bandaríkjunum ræða stöðuna á svæðinu. Meðal fundarmanna verða John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergy Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands og Andriy Deshchytsia, utanríkisráðherra Úkraínu. NATO er að vinna í áætlun um að styrkja varnir sínar í Mið- og Austur-Evrópu. Áætlunin verður kynnt í næstu viku. Úkraína Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira
Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) sendi í vikunni frá sér gervihnattamyndir sem að þeirra sögn sýna rússneskt herlið safnast saman við landamæri Úkraínu. Myndirnar voru teknar síðastliðnar tvær vikur. Talsmenn NATO segja 40.000 rússneska hermenn vera við landamærin. Þeir segja svæðin hafi að mestu verið mannlaus í byrjun febrúar. Philip Breedlove, hershöfðingi í NATO, segir á vef NATO hermennina vera vel vopnum búnir. „Rússarnir hafa allar gerðir hersveita við landamærin. Þar á meðal flugvélar, þyrlur, sérsveitir, skriðdreka, stórskotalið og fótgöngulið. Hægt er að ræsa þá út á nokkrum klukkutímum. Vera þessara hermanna við landamærin hafa alvarleg áhrif öryggi og stöðugleika á svæðinu.“ Fulltrúi rússneska hersins sagði í samtali við rússneska ríkismiðilinn RT að myndirnar væru vissulega af herliði Rússa við Úkraínu. Það væri hinsvegar tímasetning myndanna sem væri röng. „Myndir sem NATO dreifði voru teknar síðasta sumar. Þær sýna herlið við æfingar nálægt landamærum Úkraínu.“ Aleksandr Lukashevich, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, segir ekkert rússneskt herlið vera við landamæri Úkraínu og Rússlands. „Það hefur verið staðfest af eftirlitsmönnum frá Danmörku, Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Svíþjóð sem voru í Úkraínu frá 20. mars til 2. apríl.“ Í kjölfar þessara ummæla sendi Anders Fogh Rasmussen, aðalritari NATO, Rússum tóninn. „Hættið að kenna öðrum um ykkar eigin aðgerðir, hættið að safna herliði og hættið að reyna að skapa spennu á svæðinu.“Úkraínski herinn yrði lítil fyrirstaða Herliðshöfðingi NATO, Gary Deakin, sagði við The Guardian að hersveitirnar gætu farið langt inn í Úkraínu. Mun lengra enn inn í þau héruð Austur-Úkraínu þar sem rússneskumælandi íbúar hafa krafist aðskilnaðar. Þeir gætu myndað landbrú að Krímskaganum og jafnvel náð alla leið til Svartahafsborgarinnar Odessa. Úkraínski herinn hafi einungis 130.000 hermenn sem yrðu ekki mikil fyrirstaða fyrir Rússa. Í næstu viku hittast ráðamenn frá Evrópusambandinu, Rússlandi, Úkraínu og Bandaríkjunum ræða stöðuna á svæðinu. Meðal fundarmanna verða John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergy Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands og Andriy Deshchytsia, utanríkisráðherra Úkraínu. NATO er að vinna í áætlun um að styrkja varnir sínar í Mið- og Austur-Evrópu. Áætlunin verður kynnt í næstu viku.
Úkraína Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira