Réttlátari Reykjavík Sóley Tómasdóttir skrifar 29. apríl 2014 10:00 Það er algerlega óásættanlegt að misskipting og ójöfnuður skuli halda áfram að aukast í samfélaginu, nú þegar jákvæð teikn eru á lofti í efnahagsmálum. Það hlýtur því að verða algert forgangsmál allra flokka í borgarstjórn á næsta kjörtímabili að stöðva þessa þróun, auka jöfnuð frekar en ójöfnuð og tryggja sanngjarnara samfélag.Gjaldfrjáls grunnþjónusta Afnám gjaldskráa fyrir leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili er stórt og metnaðarfullt markmið í þessa veru. Þannig tryggjum við öllum börnum menntun og gott atlæti óháð efnahag á sama tíma og við bætum kjör barnafjölskyldna. Á meðfylgjandi mynd má sjá útgjöld ólíkra fjölskyldna vegna þessarar sjálfsögðu þjónustu. Ljóst er að afnám gjaldskráa mun hafa gríðarleg áhrif á ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna fyrir utan að skapa sanngjarnara samfélag án ósanngjarnra jaðarskatta.Stóra samhengið Áætlun okkar Vinstri grænna snýst um að auka fjármuni til skóla- og frístundasviðs um 750 milljónir og lækka gjaldskrár um 25% á hverju ári fram til ársins 2018. Upphæðin virðist vissulega vera há. En í hinu stóra samhengi er þetta tiltölulega lág upphæð, rétt um 0,9% af heildartekjum aðalsjóðs borgarinnar. Hærri upphæðum hefur sannarlega verið varið – án sýnilegs samfélagslegs ávinnings. Kostnaður vegna tengingar Hverahlíðarvirkjunar við Hellisheiðarvirkjun er áætlaður á fimmta milljarð króna á næstu árum. Kostnaður vegna fyrirhugaðra túrbínukaupa Orkuveitunnar sem svo ekki urðu að veruleika hefur þegar numið þremur milljörðum króna. Reykjavíkurborg greiddi KSÍ 550 milljónir, bara vegna umframkostnaðar við stúkubyggingu í Laugardal á sínum tíma, en í heild kostaði hún um 1.700 milljónir. Allt voru þetta skyndileg fjárútlát sem hægt var að fjármagna án þess að borgarsjóður færi á hliðina. Peningarnir eru til – forgangsröðum þeim í þágu barna.Óhefðbundið en nauðsynlegt Stefna Vinstri grænna um gjaldfrelsi tekur á raunverulegu vandamáli og hefur áþreifanleg áhrif á afkomu allra barnafjölskyldna. Hún snýst ekki um vatnsrennibrautagarða eða mislæg gatnamót. Hún snýst um að fjárfesta í eflingu grunnþjónustunnar, auknum jöfnuði og bættum aðstæðum fólks. Í borgarsjóði eru 82 milljarðar. Okkur kjörnum fulltrúum ber að forgangsraða þeim. Vinstri græn leggja aukna áherslu á þjónustu við börn og munu færa til fjármuni í þeirra þágu. Það er nauðsynlegt og sjálfsagt og alveg jafn einfalt og þegar fjármunirnir eru færðir eitthvað annað.Viltu koma skoðun á framfæri í aðdraganda kosninga? Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Sóley Tómasdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Það er algerlega óásættanlegt að misskipting og ójöfnuður skuli halda áfram að aukast í samfélaginu, nú þegar jákvæð teikn eru á lofti í efnahagsmálum. Það hlýtur því að verða algert forgangsmál allra flokka í borgarstjórn á næsta kjörtímabili að stöðva þessa þróun, auka jöfnuð frekar en ójöfnuð og tryggja sanngjarnara samfélag.Gjaldfrjáls grunnþjónusta Afnám gjaldskráa fyrir leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili er stórt og metnaðarfullt markmið í þessa veru. Þannig tryggjum við öllum börnum menntun og gott atlæti óháð efnahag á sama tíma og við bætum kjör barnafjölskyldna. Á meðfylgjandi mynd má sjá útgjöld ólíkra fjölskyldna vegna þessarar sjálfsögðu þjónustu. Ljóst er að afnám gjaldskráa mun hafa gríðarleg áhrif á ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna fyrir utan að skapa sanngjarnara samfélag án ósanngjarnra jaðarskatta.Stóra samhengið Áætlun okkar Vinstri grænna snýst um að auka fjármuni til skóla- og frístundasviðs um 750 milljónir og lækka gjaldskrár um 25% á hverju ári fram til ársins 2018. Upphæðin virðist vissulega vera há. En í hinu stóra samhengi er þetta tiltölulega lág upphæð, rétt um 0,9% af heildartekjum aðalsjóðs borgarinnar. Hærri upphæðum hefur sannarlega verið varið – án sýnilegs samfélagslegs ávinnings. Kostnaður vegna tengingar Hverahlíðarvirkjunar við Hellisheiðarvirkjun er áætlaður á fimmta milljarð króna á næstu árum. Kostnaður vegna fyrirhugaðra túrbínukaupa Orkuveitunnar sem svo ekki urðu að veruleika hefur þegar numið þremur milljörðum króna. Reykjavíkurborg greiddi KSÍ 550 milljónir, bara vegna umframkostnaðar við stúkubyggingu í Laugardal á sínum tíma, en í heild kostaði hún um 1.700 milljónir. Allt voru þetta skyndileg fjárútlát sem hægt var að fjármagna án þess að borgarsjóður færi á hliðina. Peningarnir eru til – forgangsröðum þeim í þágu barna.Óhefðbundið en nauðsynlegt Stefna Vinstri grænna um gjaldfrelsi tekur á raunverulegu vandamáli og hefur áþreifanleg áhrif á afkomu allra barnafjölskyldna. Hún snýst ekki um vatnsrennibrautagarða eða mislæg gatnamót. Hún snýst um að fjárfesta í eflingu grunnþjónustunnar, auknum jöfnuði og bættum aðstæðum fólks. Í borgarsjóði eru 82 milljarðar. Okkur kjörnum fulltrúum ber að forgangsraða þeim. Vinstri græn leggja aukna áherslu á þjónustu við börn og munu færa til fjármuni í þeirra þágu. Það er nauðsynlegt og sjálfsagt og alveg jafn einfalt og þegar fjármunirnir eru færðir eitthvað annað.Viltu koma skoðun á framfæri í aðdraganda kosninga? Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun