

Mátunarbátur en ekki klefi Við hönnun verslunarinnar var lögð áhersla á það að skapa skemmtilegt umhverfi fyrir börnin. Má þar nefna að í versluninni er sérstakur mátunarbátur í stað mátunarklefa og stórt leikhorn þar sem börnin geta leikið sér. Þetta er önnur verslun 66°Norður sem er sérhæfð útivistarverslun fyrir börn en fyrir er verslunin að Bankastræti 9.