Embættismenn frá Evrópusambandslöndunum hittast í dag til þess að ræða hertar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna ástandsins í austurhluta Úkraínu.
Sjö eftirlitsmenn frá nokkrum Evrópuríkjum eru enn í haldi aðskilnaðarsinna í borginni Slóvíansk en einum Svía var sleppt í gær af heilsufarsástæðum.
Sendinefnd frá ÖSE, öryggis og samvinnustofnunar Evrópu vinnur nú að lausn gíslanna en þeir eru sagðir hafa starfað í umboði stofnunarinnar á svæðinu.
Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu hafa hinsvegar haldið því fram að hluti þeirra séu njósnarar.
