

Formaðurinn kannast ekki við að urgur sé innan vébanda KR vegna þess að Guðni Ágústsson er aðal ræðumaður á Herrakvöldi KR-inga.
Kjördæmasamband Framsóknarflokksins leitar logandi ljósi að vinsælum einstaklingi til að leiða lista flokksins í borginni í vor.
Hart er lagt að Guðna Ágústssyni að taka að leiða framsóknarmenn í Reykjavík.
Í nýrri tilkynningu kemur fram að Óskar Bergsson er hættur við að leiða Framsóknarmenn í komandi borgarstjórnarkosningum.
Ekki er vitað hver mun leiða framsóknarmenn í borginni eftir að Óskar Bergsson sprakk á limminu.
Guðrún Bryndís vill leiða lista Framsóknar í Reykjavík
Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumdardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið.
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðað er til aukakjördæmaþings á morgun fimmtudaginn 24. apríl að Suðurlandsbraut 24 og hefst þingið kl. 11.00.
Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar annað sæti listans segist tilbúin til að taka fyrsta sætið.
Guðni Ágústsson lýsti því yfir í maí 2007 að hann teldi réttast að innanlandsflugið flyttist til Keflavíkur og vildi hann sameina allt flug í landinu þar. Það gengur í berhögg við það sem hann segir núna en hann vill halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Hann ætlar að tilkynna um framboð sitt á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudag.
Fyrrverandi ráðherrann hefur fengið umboð til að kanna uppstokkun á lista og endurskoðun málefna