Tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik og líkamsárásir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. apríl 2014 17:17 Gísli Þór Gunnarsson þegar Stokkseyrarmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Gísla Þór Gunnarsson í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik, tilraun til ráns og tvær árásir með hníf. Í fyrri árásinni skar Gísli meintan vændiskaupanda á háls sem hann hugðist ræna og í þeirri seinni skar hann mann á framhandlegg. Honum er gert að greiða fórnarlömbum sínum samtals 2,5 milljónir króna í miskabætur. Gísli Þór afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu.Þrennt var ákært í máli er varðar fjársvik. Þremenningarnir settu auglýsingu um vændi í dagblað á síðasta ári og höfðu þau fjörutíu þúsund krónur af karlmanni á fertugsaldri sem svaraði auglýsingunni. Þegar maðurinn hugðist nýta sér þjónustuna ruddust þeir Gísli Þór og einn ákærðu, Jón Einar, inn í bíl hans og gerðu tilraun til þess að ræna hann. Ránstilraunin fór hinsvegar út um þúfur þegar Gísli Þór skar manninn á háls. Maðurinn hlaut tvo skurði, annar náði frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum en hinn var þvert á hálsinn í átt að barkanum. Jón Einar Randversson, 32 ára síbrotamaður og tvítug stúlka, samverkamenn Gísla, voru einnig ákærð fyrir tilraun til ráns. Þau neituðu bæði sök í málinu. Stúlkan sagði fyrir dómi að tilviljun hafi ráðið því að hún hafi hitt ákærðu þennan dag og hafi hún ekki þorað öðru en að taka þátt í fjársvikabroti þeirra. Í dómi héraðsdóms kemur fram að framburði hennar hafi ekki verið hnekkt. Hún var dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Jón Einar sagði fyrir dómi að hann hefði ekki haft í hyggju að ræna vændiskaupandann og var hann sýknaður af kröfum ákæruvalds að því leyti. Gísla Þór er gert að greiða manninum 1,5 milljón í miskabætur. Gísli Þór var einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á mann í Breiðholti með hníf og veitt honum tíu sentímetra langt skurðsár á hægri framhandlegg fyrir ofan úlnlið. Gísli var dæmdur til að greiða honum eina milljón í miskabætur. Þá var þeim öllum gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna. Jóni Einari og stúlkunni er gert að greiða verjendum sínum 690.250 krónur og er Gísla Þór gert að greiða 636.913 krónur til réttargæslumanna fórnarlambanna í málinu og 115.678 krónur í annan sakakostnað. Gísla Þór er því gert að gera 3.942.841 krónu í heild. Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Skýrslur teknar af tveimur ákærðu en málinu frestað Aðilarnir þrír, tveir karlmenn og ein kona, eru ákærð fyrir að auglýsa vændi og ráðast á kaupanda. 2. apríl 2014 10:47 „Ég þorði ekki öðru en að segja já“ „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ segir konan sem ákærð er fyrir fjársvik og var notuð sem tálbeita í vændisauglýsingu í vitnaleiðslum í dag. 9. apríl 2014 15:59 Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Gísla Þór Gunnarsson í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik, tilraun til ráns og tvær árásir með hníf. Í fyrri árásinni skar Gísli meintan vændiskaupanda á háls sem hann hugðist ræna og í þeirri seinni skar hann mann á framhandlegg. Honum er gert að greiða fórnarlömbum sínum samtals 2,5 milljónir króna í miskabætur. Gísli Þór afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu.Þrennt var ákært í máli er varðar fjársvik. Þremenningarnir settu auglýsingu um vændi í dagblað á síðasta ári og höfðu þau fjörutíu þúsund krónur af karlmanni á fertugsaldri sem svaraði auglýsingunni. Þegar maðurinn hugðist nýta sér þjónustuna ruddust þeir Gísli Þór og einn ákærðu, Jón Einar, inn í bíl hans og gerðu tilraun til þess að ræna hann. Ránstilraunin fór hinsvegar út um þúfur þegar Gísli Þór skar manninn á háls. Maðurinn hlaut tvo skurði, annar náði frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum en hinn var þvert á hálsinn í átt að barkanum. Jón Einar Randversson, 32 ára síbrotamaður og tvítug stúlka, samverkamenn Gísla, voru einnig ákærð fyrir tilraun til ráns. Þau neituðu bæði sök í málinu. Stúlkan sagði fyrir dómi að tilviljun hafi ráðið því að hún hafi hitt ákærðu þennan dag og hafi hún ekki þorað öðru en að taka þátt í fjársvikabroti þeirra. Í dómi héraðsdóms kemur fram að framburði hennar hafi ekki verið hnekkt. Hún var dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Jón Einar sagði fyrir dómi að hann hefði ekki haft í hyggju að ræna vændiskaupandann og var hann sýknaður af kröfum ákæruvalds að því leyti. Gísla Þór er gert að greiða manninum 1,5 milljón í miskabætur. Gísli Þór var einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á mann í Breiðholti með hníf og veitt honum tíu sentímetra langt skurðsár á hægri framhandlegg fyrir ofan úlnlið. Gísli var dæmdur til að greiða honum eina milljón í miskabætur. Þá var þeim öllum gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna. Jóni Einari og stúlkunni er gert að greiða verjendum sínum 690.250 krónur og er Gísla Þór gert að greiða 636.913 krónur til réttargæslumanna fórnarlambanna í málinu og 115.678 krónur í annan sakakostnað. Gísla Þór er því gert að gera 3.942.841 krónu í heild.
Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Skýrslur teknar af tveimur ákærðu en málinu frestað Aðilarnir þrír, tveir karlmenn og ein kona, eru ákærð fyrir að auglýsa vændi og ráðast á kaupanda. 2. apríl 2014 10:47 „Ég þorði ekki öðru en að segja já“ „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ segir konan sem ákærð er fyrir fjársvik og var notuð sem tálbeita í vændisauglýsingu í vitnaleiðslum í dag. 9. apríl 2014 15:59 Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Skýrslur teknar af tveimur ákærðu en málinu frestað Aðilarnir þrír, tveir karlmenn og ein kona, eru ákærð fyrir að auglýsa vændi og ráðast á kaupanda. 2. apríl 2014 10:47
„Ég þorði ekki öðru en að segja já“ „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ segir konan sem ákærð er fyrir fjársvik og var notuð sem tálbeita í vændisauglýsingu í vitnaleiðslum í dag. 9. apríl 2014 15:59
Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27